Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 94
Tímarit Mdls og menningar greinum trjánna. Og hann ávarpaði hana, en svo lágum rómi að hún heyrði það varla. „Verður að linna,“ tautaði hann. „Verður að linna þessu tututu og högg- um yfir höfðum okkar. Verður að linna strax." Meðan hann talaði rann það upp fyrir Stínu Maríu að það var einn af undirheimafólkinu sem stóð fyrir framan hana. Hún varð skelfdari en hún hafði nokkru sinni verið. Hún kom ekki upp orði og gat ekki hreyft legg né lið, bara setið grafkyrr á refasteininum og hlustað á þessa muldr- andi rödd. „Eins margar ær í dag og í gær, það áttu alls ekki. Við sáum þegar úlf- urinn rændi þeim í nótt. En ef þú lofar að hætta þessu tututu, þá skal ég láta þig fá nýtt fé.“ Stína María nötraði af ótta, en þegar hún heyrði um féð sem hún ætti að fá hrökk hún við og hvíslaði til gráa mannsins: „Er það satt? Ætlarðu að gefa mér nýtt fé?“ „Já, ef þú kemur og sækir það,“ sagði sá grái. Og áður en Stína María vissi af hafði hann lyft henni af refasteininum og velt steininum til hliðar með einu handtaki. Síðan greip hann utan um hana og hélt beint niður í dimma jörðina gegnum göng sem voru jafn svört og löng og nóttin, og Stína María hugsaði: „Annað eins tófugreni hef ég aldrei séð, þetta verður áreiðanlega minn bani.“ Og svo var hún komin í ríki undirheimafólksins. Þar móka djúpir rökk- urskógar sem hrærast aldrei fyrir neinum gusti, þar grúfa þéttar gufur yfir breiðum rökkurvötnum sem spegla aldrei sól, tungl né stjörnur, þar er fornaldarmyrkur. Og þar á undirhcimafólkið heima, í hellum og gjót- um fjallanna. Nú þyrptist það fram úr fylgsnum sínum og flykktist kring- um Stínu Maríu eins og skuggar. Sá grái, sem hafði sótt hana upp á yfir- borð jarðar, ávarpaði þau: „Eins margar ær í dag og í gær skal hún fá. Komið, komið út úr rökk- urskógunum, jafn margar og úlfurinn tók!“ Þá heyrði Stína María margar litlar bjöllur klingja, og út úr skóginum kom hópur af ám og lömbum. Þetta var ekki hvítt fé eins og Kapelaféð, heldur grátt, og lítil gullbjalla var fest við annað eyra hvers þeirra. „Taktu þær og snúðu aftur til Kapela,“ sagði sá grái. Og undirheimafólkið vék úr vegi fyrir Stínu Maríu og fénu hennar. En 220
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.