Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Side 94
Tímarit Mdls og menningar
greinum trjánna. Og hann ávarpaði hana, en svo lágum rómi að hún heyrði
það varla.
„Verður að linna,“ tautaði hann. „Verður að linna þessu tututu og högg-
um yfir höfðum okkar. Verður að linna strax."
Meðan hann talaði rann það upp fyrir Stínu Maríu að það var einn af
undirheimafólkinu sem stóð fyrir framan hana. Hún varð skelfdari en
hún hafði nokkru sinni verið. Hún kom ekki upp orði og gat ekki hreyft
legg né lið, bara setið grafkyrr á refasteininum og hlustað á þessa muldr-
andi rödd.
„Eins margar ær í dag og í gær, það áttu alls ekki. Við sáum þegar úlf-
urinn rændi þeim í nótt. En ef þú lofar að hætta þessu tututu, þá skal ég
láta þig fá nýtt fé.“
Stína María nötraði af ótta, en þegar hún heyrði um féð sem hún ætti
að fá hrökk hún við og hvíslaði til gráa mannsins:
„Er það satt? Ætlarðu að gefa mér nýtt fé?“
„Já, ef þú kemur og sækir það,“ sagði sá grái.
Og áður en Stína María vissi af hafði hann lyft henni af refasteininum
og velt steininum til hliðar með einu handtaki. Síðan greip hann utan um
hana og hélt beint niður í dimma jörðina gegnum göng sem voru jafn
svört og löng og nóttin, og Stína María hugsaði:
„Annað eins tófugreni hef ég aldrei séð, þetta verður áreiðanlega minn
bani.“
Og svo var hún komin í ríki undirheimafólksins. Þar móka djúpir rökk-
urskógar sem hrærast aldrei fyrir neinum gusti, þar grúfa þéttar gufur
yfir breiðum rökkurvötnum sem spegla aldrei sól, tungl né stjörnur, þar
er fornaldarmyrkur. Og þar á undirhcimafólkið heima, í hellum og gjót-
um fjallanna. Nú þyrptist það fram úr fylgsnum sínum og flykktist kring-
um Stínu Maríu eins og skuggar. Sá grái, sem hafði sótt hana upp á yfir-
borð jarðar, ávarpaði þau:
„Eins margar ær í dag og í gær skal hún fá. Komið, komið út úr rökk-
urskógunum, jafn margar og úlfurinn tók!“
Þá heyrði Stína María margar litlar bjöllur klingja, og út úr skóginum
kom hópur af ám og lömbum. Þetta var ekki hvítt fé eins og Kapelaféð,
heldur grátt, og lítil gullbjalla var fest við annað eyra hvers þeirra.
„Taktu þær og snúðu aftur til Kapela,“ sagði sá grái.
Og undirheimafólkið vék úr vegi fyrir Stínu Maríu og fénu hennar. En
220