Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Page 110
Umsagnir um bækur
FÉLAGI JESÚS
Einn titillinn í bókaflóðinu fyrir síð-
ustu jól var „Félagi Jesús'',1 og er það
sá titillinn, sem einna oftast hefur birst
i fjölmiðlum og tíðast hljómað í eyr-
um í umræðum manna á milli. Þó er
þetta ekki mikil bók, hvorki að vallar-
sýn né innihaldi. Hún er aðeins 78
blaðsíður að lengd, að vísu í stærra lagi
að flatarmáli, en með bústnari spássíum
en í meðallagi, og letur er stórt og þægi-
legt svo fyrir börn sem gamalmenni.
Þessi litla bók er skáldsaga byggð á
viðburðum, sem frá er skýrt í helgirit-
um þess trúarflokks, sem kennir sig við
uppreisnarforingjann, sem er aðalper-
sóna þessarar skáldsögu. Hann hét Jesús,
en hlaut síðar viðurnefnið Kristur, þeg-
ar byltingaflokkur hans hafði vent kvæði
sínu í kross og gerst trúflokkur. Þá var
honum gefið nafn draumaprinsins, sem
þjóð hans hafði alið sér við brjóst öld-
um saman sem frelsishetju sína.
Höfundur nefndrar skáldsögu er að
skrifa fyrir unga kynslóð, jafnvel innan
táningaaldurs. Frásagnir eru stuttar og
skýrt afmarkaðar, en söguþráður heil-
legur. Frásagnarmáti er látlaus. I fáum
dráttum er gefin skýr mynd af um-
hverfi og persónum, en einkum þó aðal-
1 Sven Wernström: Félagi Jesús. Þórar-
inn Eldjárn þýddi. Útgefandi Mál og
menning. Reykjavík 1978.
persónunni, félaga Jesú. Meginþema
verksins er kúgun gyðingaþjóðarinnar
undir yfirráðum rómverja og barátta
alþýðunnar gegn þeirri kúgun og inn-
lendu yfirstéttinni, sem eðli sínu sam-
kvæmt var öðrum þræði handbendi er-
lenda kúgunarvaldsins. I fyrsta þætti er
stefnunni þegar beint í markið. Sviðið
er örsnauða sveitaþorpið Nasaret, og á
sviðinu er hópur ungra sveina að leik
sínum. Brennandi mál líðandi stundar
ltggur sveinunum uppistöðu leiksins í
hendur. Þeir leika upphlaupsflokka og
rómverja, sem berjast um yfirráðin yfir
landinu, sem drottinn Jahve hafði í ár-
daga gefið útvalinni þjóð sinni. Inn í
þann leik kemur trésmiðurinn félagi
Jesús á Ieið til síns heima að loknu
starfi dagsins. „Hann var þrekinn og
sterklegur maður með úfið hár og
hrokkið skegg.'' Hann tekur að sér að
vera rómverji, og þótt hann geti hlaðið
þeim hverjum að öðrum, þar til yfir
lýkur, þá leyfir hann þeim að sigra, svo
að spádómar megi uppfyllast og draum-
ar rætast.
Þegar Jakob bróðir hans kemur heim
um kvöldið, taka þeir bræður tal sam-
an. Jakob hafði átt viðræður við unga
menn, sem báru saman ráð sín um það,
hvernig binda mætti endi á niðurlæg-
ingarástand það, er ríkti með þjóðinni.
Þeir sáu og skildu, að fyrsta skrefið til
þeirra leiða voru sterk samtök hraustra
manna, sem öfluðu sér trausts hins þjáða
236