Tímarit Máls og menningar - 01.06.1979, Blaðsíða 116
Tímarit Máls og menningar
burðarlyndur og skilningsríkur en lag-
inn að hafa áhrif á fólk, enda pottur-
inn og pannan í hvers kyns gleðskap.
Gildismat hans á lítið sameiginlegt með
efnishyggju nútímans, sbr. bls. 10 þar
sem amma lætur að því liggja að honum
láti lítt að safna veraldlegum auði:
„Hvað er nú þetta, á ég ekki nógan
auð?" spurði afi alveg hissa. „Hver vildi
skipta á hundrað miljónum og þessu
stelpuskotti hérna? Ekki ég, eða henni
ömmu og hundrað stórhýsum? Ekki ég.
Svo hvernig í ósköpunum get ég þá
talist fátækur?"
Afi er greinilega helsta málpípa höf-
undar og boðar m. a. áfengisbindindi og
kristna trú. Guð hans er þó enginn
strangur Jahve heldur nokkurs konar
framlenging af honum sjálfum, a. m. k.
í augum barnanna.
Annar flytjandi boðskapar er „litli
maðurinn", draummaður Hönnu sem
gjarnan sækir hana heim þegar hún vill-
ist af vegi dyggðarinnar. Hið ævintýra-
Iega ferðalag þeirra tveggja verkar dá-
lítið hástemmt og hjákátlegt í þessu
samhengi, þó í draumi sé, og ég held
að heppilegra hefði verið að koma boð-
skap þess á framfæri með einhverju
öðru móti. Yfirleitt má segja að boð-
skapur höfundar sé einum of uppá-
þrengjandi á stundum og hætta á að
hann fari í taugarnar á a. m. k. eldri
börnum, þótt yngri börn taki slíkt yfir-
leitt gott og gilt.
Prentvillur í bókinni eru of margar
og teiknari kápumyndar ætti að taka sig
til og lesa svona eins og eina af Hönnu-
bókunum. I þeim öllum er nefnilega
tekið fram að Hanna María sé dökk-
hærð og brúneyg, en a. m. k. 4 bækur
af 5 eru skreyttar myndum af einhverj-
um ljóskum.
Guðrún Bjartmarsdóttir.
SKÁLDSKAPUR OG RAUNSÆI
Guðjón Sveinsson: Glatt er í Glaum-
bce. P.O.B. 1978.
í sögunni Glatt er í Glaumbcs segir
Guðjón Sveinsson frá störfum einnar
sveitafjölskyldu um sauðburðinn. Það
er vissulega ekki nýstárlegt efni í ís-
lenskri barnabók. Frásagnaraðferðin
sætir ekki miklum tíðindum heldur.
Sagan er sögð í hefðbundnum raunsæis-
stíl og hún er jafnframt ljómandi góð.
Nú finnst kannski einhverjum að það
væri ekki úr vegi að ég Ijóstraði því
upp hvað ég á við þegar ég segi að
sagan sé góð. Eins og mörgum er kunn-
ugt hendir það stundum að sagt er í
ritdómi að einhver bók sé góð. Síðan
kemur lesandinn grár fyrir járnum til
þess að lesa þessa góðu bók og upp-
götvar þá sér til hrellingar að bókin er
beinlínis vond. Slíkt má auðvitað ekki
gerast. Þá hætta menn að treysta rit-
dómurum og fara jafnvel að efast um
mannkosti þeirra og þá er voðinn vís.
En sleppum nú öllu gamni og reyn-
um að ræða málið af nokkurri alvöru.
Agreiningur manna stafar gjarnan af
því að þegar þeir bera heimsmynd sína
saman við heimsmynd bókarinnar þá
sýnist auðvitað sitt hverjum. Slíkt er
eðlilegt og þarfnast engrar umræðu. Það
er hins vegar athyglisvert að skoða raun-
sæi bókmenntanna í þessu samhengi.
Hvað eftir annað hefur það komið í
ljós að þó rithöfundar haldi stíft við
bókmenntalegar raunsæiskröfur þá duga
þær þeim alls ekki til þess að vinna
trúnað lesendanna. Þetta hefur kannski
sjaldan sést betur en þegar umræðurnar
miklu urðu útaf leikriti Vésteins Lúð-
víkssonar, Stalin er ekki hér. Allir voru
242