Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Side 61
Níundi áratugurinn
ins, byltingar í íran og kreppu forsetaembættisins — að ekki sé minnst á
kreppuna í fjármálaheiminum. Miðað við það sem hér er til umræðu þýðir þetta
að Vesturlöndin eiga sér enga skýra stefnu gagnvart Austur-Evrópu að dómi
Fehers. Orlög Helsinkisáttmálans og misheppnaðar tilraunir til að koma i veg
fyrir Olympíuleikana í Moskvu sýni glöggt að rikisstjórnir á Vesturlöndum séu
ólíklegar til samræmds átaks gagnvart Austur-Evrópu. Og Feher bætir við:
„Slíkt átak myndi hvort eð er ekki hjálpa þeim sem raunverulega berjast fyrir
frelsi; en þetta er í það minnsta lærdómsríkt i þeim skilningi að frelsið fæst ekki
nema fyrir áorkan baráttumannanna sjálfra."
Þriðji þátturinn sem orðið hefur til að styrkja Sovétríkin og fylgiriki þeirra á
áttunda áratugnum er að sögn Fehers sá að þróun evrópukommúnismans, sem
var eina samkeppnin sem Sovétríkin óttuðust i Austur-Evrópu, stöðvaðist
vegna versnandi stöðu spænska kommúnistaflokksins og framkomu þess
franska. Að vísu segir Feher að samskipti austur-evrópskra andófsmanna og
evrópukommúnista hafi verið mjög takmörkuð, hvor aðilinn hafi reynt að
notfæra sér hinn. Framsækið hlutverk evrópukommúnismans hafi fólgist i að
hann hafi í fyrsta sinn séð hluta austur-evrópsku andstöðunnar fyrir tungumáli,
sem mátti nota til að tjá óánægju sína opinberlega, og sem yfirvöld gátu ekki
fordæmt nema sovéskir leiðtogar bannfærðu evrópukommúnismann alfarið, en
þeir hafa ekki verið reiðubúnir til þess. Um leið og þessir flokkar fari aftur að tala
sama mál og Moskvuvaldið — einsog sá franski varðandi Afganistan — glati
evrópukommúnisminn þessu hlutverki.
Atök framtíðarinnar
Út frá þessum meginatriðum ræðir Feher síðan líklega þróun Austur-Evrópu á
níunda áratugnum. Hann telur að sú þróun muni ekki fara út fyrir eftirfarandi
mörk: Það er mjög ólíklegt að aftur verði snúið á vit stalínismans, stjórnkerfið
sjálft óttast slíkt afturhvarf. í öðru lagi er ólíklegt að nokkurt aðildarlandanna
segi sig úr Varsjárbandalaginu. í þriðja lagi er innra hrun sovétskipulagsins afar
ólíklegt. Feher telur að átök níunda áratugarins séu líkleg til að halda sér innan
þessara marka.
I fyrsta lagi spáir hann að átök muni standa um áhrif Sovétmanna og
útþenslustefnu þeirra á efnahagslif grannrikjanna. Sem dæmi um slíka árekstra
nefnir hann verðhækkanir Sovétmanna á olíu sinni til samræmis við heims-
markaðsverð, en þar með hverfa þeir frá þeirri „pólitísku verðlagningu" sem þeir
307