Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1981, Síða 61
Níundi áratugurinn ins, byltingar í íran og kreppu forsetaembættisins — að ekki sé minnst á kreppuna í fjármálaheiminum. Miðað við það sem hér er til umræðu þýðir þetta að Vesturlöndin eiga sér enga skýra stefnu gagnvart Austur-Evrópu að dómi Fehers. Orlög Helsinkisáttmálans og misheppnaðar tilraunir til að koma i veg fyrir Olympíuleikana í Moskvu sýni glöggt að rikisstjórnir á Vesturlöndum séu ólíklegar til samræmds átaks gagnvart Austur-Evrópu. Og Feher bætir við: „Slíkt átak myndi hvort eð er ekki hjálpa þeim sem raunverulega berjast fyrir frelsi; en þetta er í það minnsta lærdómsríkt i þeim skilningi að frelsið fæst ekki nema fyrir áorkan baráttumannanna sjálfra." Þriðji þátturinn sem orðið hefur til að styrkja Sovétríkin og fylgiriki þeirra á áttunda áratugnum er að sögn Fehers sá að þróun evrópukommúnismans, sem var eina samkeppnin sem Sovétríkin óttuðust i Austur-Evrópu, stöðvaðist vegna versnandi stöðu spænska kommúnistaflokksins og framkomu þess franska. Að vísu segir Feher að samskipti austur-evrópskra andófsmanna og evrópukommúnista hafi verið mjög takmörkuð, hvor aðilinn hafi reynt að notfæra sér hinn. Framsækið hlutverk evrópukommúnismans hafi fólgist i að hann hafi í fyrsta sinn séð hluta austur-evrópsku andstöðunnar fyrir tungumáli, sem mátti nota til að tjá óánægju sína opinberlega, og sem yfirvöld gátu ekki fordæmt nema sovéskir leiðtogar bannfærðu evrópukommúnismann alfarið, en þeir hafa ekki verið reiðubúnir til þess. Um leið og þessir flokkar fari aftur að tala sama mál og Moskvuvaldið — einsog sá franski varðandi Afganistan — glati evrópukommúnisminn þessu hlutverki. Atök framtíðarinnar Út frá þessum meginatriðum ræðir Feher síðan líklega þróun Austur-Evrópu á níunda áratugnum. Hann telur að sú þróun muni ekki fara út fyrir eftirfarandi mörk: Það er mjög ólíklegt að aftur verði snúið á vit stalínismans, stjórnkerfið sjálft óttast slíkt afturhvarf. í öðru lagi er ólíklegt að nokkurt aðildarlandanna segi sig úr Varsjárbandalaginu. í þriðja lagi er innra hrun sovétskipulagsins afar ólíklegt. Feher telur að átök níunda áratugarins séu líkleg til að halda sér innan þessara marka. I fyrsta lagi spáir hann að átök muni standa um áhrif Sovétmanna og útþenslustefnu þeirra á efnahagslif grannrikjanna. Sem dæmi um slíka árekstra nefnir hann verðhækkanir Sovétmanna á olíu sinni til samræmis við heims- markaðsverð, en þar með hverfa þeir frá þeirri „pólitísku verðlagningu" sem þeir 307
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.