Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 5
Adrepur
Það var enganveginn erindið.
A hinn bóginn varð klausan til þess að ég fór að skoða betur þessa skála-
ræðu sem MK flutti í Michiganháskóla þegar hann tók þar við heiðurs-
doktorsnafnbót sem vonandi er bara varða á leið hans til Nóbelsverðlauna.
Sá lestur rótaði upp í huga mér efni í stutta rabbgrein.
Til þess bera menn nöfn að hinir kannist við þá hvenær sem nafnið ber á
góma. Mílan Kúndera hringdi þannig bjöllu í hausnum á mér svo ég fór í
gamla bókakassa, rótaði í þeim alveg þangaðtil ég fann kenslubók: „Uméní
romanu" heitir sú bók, „Skáldsögufræði“ eftir Mílan Kúndera. Var lesin, ef
ég man rétt, við Listaakademíuna í Prag veturinn 1962.
Þá voru erfiðir tímar einsog jafnan.
Samt voru menn ekki neitt að örvænta um framtíð skáldsögunnar í aust-
anverðri Evrópu þá dagana. Eg slæ upp í bók Mílans og vel mér kafla neðst á
síðu til vinstri (þetta er gamall samkvæmisleikur). Þar segir þá einmitt af því
hvernig borgaraleg ódaungun hefur sogið lífið úr skáldsögunni vestantjalds
(ekkert jók mönnum þá meiri bjartsýni austur þar en vitneskjan um
alsherjarhnignun vestursins; en bjartsýni var og er skylda þarumslóðir engu
síðuren hérlendis). Þessi dauði skáldsögunnar í löndum kapítalismans á sér
þó takmörk að dómi MK, þar týrir nokkuð skært (að hans dómi) á
„sósíalísku raunsæinu í skáldsögum Aragons þarsem áleitin marxísk lífsýn
hefur náð háum listrænum þroska“. Blaðsíðunni lýkur Kúndera síðan með
því að hylla Sjólokov og það skátafélag altsaman sem hann nefnir sovésku
nútímaskáldsöguna. Hún er afsprengi hinna miklu höfunda rússneskrar
klassíkur. Með ærinni framför þó (bjartsýnismaðurinn setur altaf jafnaðar-
merki á milli framvindu og framfara). Þessum mikla arfi hefur semsé verið
„lyft til æðra veldis þeirrar listar sem hirðir um vandamál framsækins
húmanisma“. En framsækinn húmanismi er vitaskuld sá húmanismi sem
berst gegn heimsvaldastefnu auðjöfranna sérstaklega. Hugtak beint uppúr
frystikistu Lenínismans.
Þannig var útsýnið frá Prag árið 1961, en þá kom „Skáldsögufræði“ út og
þótti mjög líberal bók.
Tuttugu og þrem árum síðar horfir MK á þetta sama skátafélag úr ræðu-
púltinu í Michiganháskóla og þá blasir nú heldurbetur við honum ósóminn.
Þessir strákar eru semsé orðnir morðingjar skáldsögunnar. „Hálf öld er nú
liðin síðan skáldsagan lauk göngu sinni í Rússlandi" segir hann við háskóla-
krakkana í Bandaríkjunum.
Og vel má það líka rétt vera.
Réttur MK til að skipta um skoðun eftir því hvaðan hann er að horfa á
veröldina er vitaskuld dýrmætur. Og landið fær annan svip þegar fjöll eru
123