Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 9
Adrepur höfundar síns. Eða þá öfugt, sé hugsað til þeirra sem einlægt eru að drepa skáldsöguna. Getur það ekki verið að skáldsagan lifi þá helst ef höfundurinn deyr fyrir hana? Og skáldsagan deyi þá helst þegar höfundurinn vill fyrir hvern mun lifa af og njóta sín? Hver veit? Hitt er þó öldungis víst að nýsköpun skáldsögunnar blómstrar víða betur en í háskólum og akademíum. Þetta er sorgleg staðreynd því oft reynist „áhugi“ á skáldsögum mikill á þeim slóðum. Hinsvegar sprettur hverslags fullvissa og margvíslegur blóðlaus efi um skáldsögur mjög vel hjá akademí- um og háskólum. Raunverulegar efasemdir um viðfangsefni einsog skáldsöguna eru náttúr- lega best komnar hjá skáldsagnahöfundum. Þvílíkt ástand minnir svolítið á það þegar gleraugun manns bila og gera þarf við þau. En maður sér hinsveg- ar illa til þess gleraugnalaust. Yfirleitt gera menn við þetta í einrúmi. Sumir vilja fyrir hvern mun framkvæma viðgerðina opinberlega. Þá er til- valið að halda fyrirlestur í tilefni af háskólahátíð. Þar er jarðvegurinn sem þessu hæfir. Þar má sem best dósera um „glataðan óendanleika hins ytra heims“, „mótsögnina sem á endanum étur skáldsöguna lifandi", „sjóndeild- arhring sem skroppið hefur svo saman að hann minnir einna helst á girð- ingu“ svo ekki sé nú talað um „getuleysi til að axla afstæði sem er samofið öllu mannlífi, vanmáttur til að horfast í augu við fjarveru æðstadómara" og dreymin ungmenni háskólanna horfast beint í augu við fjarveru skáldsög- unnar og lyginnar og sannleikans og lífsins og dauðans. Njóta efans hér vestra með sama hætti og fullvissunnar var forðum notið þar eystra. Þetta er nánast sama dópið. Að tala um skáldsögu, ljóð, leikrit og hvaðeina úr lífríki bókmentanna í gróðurhúsi þarsem slíkur villigróður aldrei þrífst. Aðferð MK er líka frábær. Hann bindur sig við Miðevrópu (enda sérfræð- ingur í þeim kúltúr) og losnar þannig við allar vangaveltur um skáldsöguna þarsem hún blómstrar nú á okkar dögum. Suðurameríka, Indland og Japan eru hvergi nema kanski á landakortinu sem vitaskuld er geymt í landafræði- deildinni. I Bandaríkjunum kemur þetta sér vel. Maður losnar við að minn- ast á höfunda sem kanski eru vinir Kastrós. Dindilrétt og dinglandi praktíst athæfi — einsog forðum. Prófessjónal. Nú er ég búinn með rabbið sem vaknaði hjá mér við lestur þessarar ágætu ræðu og kominn að klausunni hans Péturs Gunnarssonar aftur. Það sagði 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.