Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 13
Gamlar nýstefnur til. Hinsvegar er ferill þessarar stefnu eitt nýjasta og kannski augljósasta dæmi þess hversu villandi og einfeldningsleg oftrú á nýja tækni getur verið, bæði fyrir þá sem bókmenntir skapa, og hina sem um þær fjalla. Einsog að halda að ef nýtt loftræstikerfi sé hannað fyrir hús, þá séu gluggarnir orðnir úreltir. Enda virkar margt í sögu módernismans einsog hálfgerður absúrdismi þegar litið er til baka. Þegar þessi bylgja fór að gera vart við sig útí Evrópu urðu til andstæðar fylkingar manna, einsog aðdáendahópar tveggja fótbolta- liða í sama smábænum. Upp hófst bardagi, grimmilegt stríð. Andstæðingar nýstefnunnar einblíndu á 19. öldina, sem átti að hafa svör við öllu. Upplýst- ir bókmenntamenn sumir, jafnvel menn kunnir að gáfum, létu leynt og ljóst í það skína að í þessari baráttu gætu ráðist úrslitin um líf og dauða heimsmenningarinnar. Og þegar þessi djúpa lægð barst uppað ströndum Islands gerist ekkert minna en það að blóminn af starfandi skáldsagnahöf- undum af gamla skólanum játar sig sigraðan og leggur niður vopnin; frá sér pennann. Eða hvernig ber að skilja þá staðreynd að í kringum 1960 hætta þeir helstu að skrifa skáldsögur, í áratug eða meira? Má þar nefna Olaf Jóhann Sigurðsson, Elías Mar og jafnvel sjálfan stórmeistarann í Gljúfra- steini. Skilyrðislaus uppgjöf skáldsagnahöfunda hér á landi á sér kannski að einhverju leyti skýringar í því hvernig fór fyrir hagyrðingum á tímum atómskáldanna, þegar rímarar og stuðlarar urðu í einni svipan hallærisleg og úrelt þing — einsog torfbæir og ljáir eða skór úr steinbítsroði. (Það er þó athugandi hvort ekki sé sá munur á þessu tvennu að á meðan formbyltingar- mennirnir leystu af ljóðinu hlekki og fjötra ævifornra hefða, þá var skáld- sagan fremur ung listgrein og að auki eitthvert frjálsasta form sagnagerðar sem beitt hefur verið). Þetta ástand, þessi slagur milli þeirra sem aðhylltust eldri form og nýrri, getur líka verið til marks um það landlæga viðhorf rithöfunda að þeirra svæsnustu fjandmenn séu hinir rithöfundarnir; sú smásálarlega sýn á starfið bendir til þess að viðkomandi líti á sig einsog langstökkvara þarsem stökkið hefur ekkert gildi í sjálfu sér ef það er ekki lengra en allra annarra. Eg þarf ekkert að rekja þessa sögu frekar hér, á daginn kom einsog við vitum að módernisminn bauð ekki uppá svölun allrar frásagnarþarfar og með tímanum fór mönnum að þykja þetta allt fremur einhæft: firring og angist nútímamannsins, rofin og brotin frásögn, sú árátta að láta þá sem sagt er frá vera nafnlausa, eða í það minnsta skifta reglulega um heiti, eða sá kækur sögupersóna að vera alltaf að vísa til þess sem þær sögðu á blaðsíðu sjö. Ekki síst fór þessi einhæfni að þykja klén þegar á daginn kom að sérílagi vestanhafs (en einnig í Evrópu og víðar) var dánarvottorð hefðbundnu 131
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.