Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 22
Tímarit Máls og menningar Það hefur lengst af verið hlutskipti færeysks æskufólks sem vildi afla sér menntunar að fara utan, og leið flestra hefur legið til Kaupmannahafnar. Enn þann dag í dag dvelst álitlegur hluti færeyskrar æsku í Kaupmannahöfn í lengri eða skemmri tíma, flestir við nám en sumir í vinnu, og oft hefur menningarlíf verið með miklum blóma meðal þeirra. Þó hefur tilveran í stórborginni sjaldan orðið bein kveikja eða efniviður í skáldskap þessara Færeyinga, skáldskapur þeirra hefur svo til eingöngu sótt efni sitt til heimalandsins. Ef til vill var andlegt veganesti þeirra of ósamrýmanlegt stórborgarlífinu og -menningunni til að hin nýja reynsla kæmi að beinum notum í skáldskap. Þetta virðist þó vera að breytast og nú geta færeyskar sögur gerst annars staðar en í Færeyjum. Arið 1977 kom út bókin Skitsur — býurin og stórbýurin eftir Magnus Dam Jacobsen (1935 — 1978) og fjallar hún um þá baráttu sem einstaklingurinn í stórborginni heyr til að lifa af — og lifa. Og í umræddri bók Hanusar Andreassen er sögusviðið í sögunni „Tann bláa kannan“ sömuleiðis Kaupmannahöfn. Sögumaður er ungur maður, upphaflega kominn til borgarinnar til að stunda nám en vinnur sem blaðamaður þegar sagan gerist. Frásagan er í formi endurminningar og í vangaveltum sögumanns um líf sitt birtist sú togstreita sem hann finnur í sér milli kröfu foreldranna um að hann ljúki námi og komi sér áfram í borgara- legu þjóðfélagi og eigin innri þarfar til að finna sjálfan sig og lifa lífinu samkvæmt því. Að vísu minnist sögumaður hinna svokölluðu glaðværu námsára sem tíma gleði og spennandi atburða en meira ber á tómleika, skorti á einlægni í samskiptum og tilfinningu þess að standa utan við lífið. Hann er þaullesinn í heimsbókmenntunum en hefur litla þekkingu á sjálfum sér og reynslu af samskiptum við aðra. Þekkingarleysi hans verður afdrifaríkt í sambandi hans við Rúnu sem verður vinur hans og er einlægari og þróttmeiri persóna en nokkur sem hann hefur áður kynnst. Það er Ijóst að hann verður ástfang- inn af Rúnu en hann skilur ekki tilfinningar sínar fyrr en um seinan. En það er gefið í skyn að þessi reynsla hafi orðið áfangi á þroskabraut sögumanns og leyst hann úr hlutverkinu sem áhorfandi að lífinu. Sama tilfinning, að lífið sé að ganga manni úr greipum, er ráðandi í sög- unni „Dóttir af Proteus" sem gerist í Þórshöfn. Einnig þar er konan gerandi og jafnframt varðveitir hún verðmæti lífsins. I síðari bók Hanusar Andreassen, Við tendraðum lyktum, hittum við enn fyrir óöruggar og aðgerðalausar persónur, óvissar um stöðu sína og tilgang í lífinu. Þessi einkenni eru oft tengd við uppruna í umhverfi líkt því sem lýst er í „Undir tínum veingjabreiði". Þó er öryggisleysið ekki eins allsráðandi í seinni sögunum, persónurnar hafa fundið betri fótfestu og örvænta ekki þó að hamingjan og fegurðin birtist þeim í brotum. Hér er líka að finna 140
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.