Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 24
Tímarit Mdls og menningar þar segir frá stúlkunni Noru sem er 10 ára og á heima í Þórshöfn á sjötta ára- tugnum. Bókin bregður upp frábærum svipmyndum af bæjarlífinu á þessum árum og lýsingin á Noru sem áhorfanda og þátttakanda í margvíslegum atburðum er gerð af næmleik og kímni. Daglegt líf kvenna og störf þeirra skipa óvenju mikið rúm í bókinni miðað við það sem gerist í færeyskum sögum. T. d. eru vorhreingerningar gerðar að frásagnarefni og því lýst af næstum nautnafullri alúð hvernig hver krókur og kimi er skúraður og allt lauslegt viðrað og sólbaðað þangað til heimilið er eins og endurfætt og tilbúið að fagna sumri. I viðtali segir höfundur skemmtilega frá því að roskinn karlkyns lesandi bókarinnar hafi í fullri vinsemd ráðlagt sér að skrifa ekki um svo leiðinlegt efni — hann hefði sennilega kosið að hún bætti einni útróðrarsögunni við þær 999 sem við Færeyingar eigum fyrir. Eitt af yrkisefnum sögunnar er togstreitan milli móður- og eiginkonu- skyldunnar annars vegar og löngunarinnar til listsköpunar hins vegar. Læknisfrúin í bænum, móðir leikfélaga Noru, yfirgefur fjölskyldu sína, fer utan til að læra leiklist og er fordæmd af flestum fyrir. Móðir Noru, sem fæst við myndlist svo mikið sem fjölskyldulífið leyfir, áfellist þó ekki læknisfrúna. Sjálf gæti hún ekki yfirgefið fjölskylduna fyrir list sína en hún styður læknisfrúna í sársaukafullri ákvörðun hennar með þeirri röksemd að valið verði að vera manns eigið, enginn nema maður sjálfur geti ákvarðað hvað sé nauðsyn. — Sagt er frá því þegar Nora skynjar sjálfa sig í fyrsta sinn sem kynveru í tengslum við sveitabrúðkaup sem hún er viðstödd, sú reynsla er hér góð, andstætt því sem gilti um áður umrædda bernskusögu. — Skemmtilega er lýst ólíkum menningarheimum í Þórshöfn á þessum vaxtar- árum bæjarins, eins og þegar börnin eru skömmuð í barnaskólanum fyrir að tala vonda, já eiginlega alls enga færeysku, og sveitabörnunum haldið fram sem fyrirmynd, hins vegar heimta danskir gagnfræðaskólakennarar að ellefu ára börnin tali við sig dönsku. En Nora hristir af sér andstreymið og stríðnina sem hún verður fyrir, ekki síst vegna listhneigðar fjölskyldu sinnar. Hún sækir styrk sinn einmitt til fjölskyldunnar og þeirrar tónlistar- iðkunar sem henni er gefinn kostur á heima. Með Lívsins sumri hefur Oddvor aukið færeyskar bókmenntir nýjum þáttum og gert þær fjölbreyttari. Þar kemur til bæði blæbrigðarík lýsing á samskiptum og tilfinningum manna og það að sjónarhorn stúlkunnar er látið ráða. Einnig er gaman hvað konur eru miklir gerendur í sögunni. Frá upphafi hafa fáar konur verið í hópi færeyskra rithöfunda en á síðustu árum eru þær þó farnar að láta meira til sín taka, sérstaklega á sviði barnabókmennta. Mikilvirkust þeirra er Marianna Debes Dahl (f. 1947) sem síðan 1975 hefur látið frá sér fara sjö barna- og unglingabækur. í bókum 142
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.