Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 25
I leit að nútíðinni — í uppgjöri við fortíðina
hennar er lífinu í smáþorpinu oft haldið fram á kostnað borgarlífsins í
Þórshöfn og stórborgarlífsins sem unglingar kynnast þegar þeir fara til náms
í Kaupmannahöfn. Stundum er myndin einfölduð um of og allt séð í svörtu
og hvítu en henni tekst líka að lýsa börnum og vandamálum þeirra á raun-
sæjan hátt.
Eftir Maud Heinesen kom 1974 út bókin Marjun og tey sem segir frá tíu
ára stelpu í Þórshöfn. Málfarið á bókinni er létt og samræður sérstaklega
lipurlega gerðar, auk þess er lýsingin á stelpunni mjög fjölbreytileg — hún
getur verið bæði þæg og óþæg, örlát og eigingjörn. Marjun og tey er stelpu-
bók sem skarar fram úr færeyskum barnabókmenntum, fjörug og skemmti-
leg. Hún kom út í íslenskri þýðingu Jóns Bjarman árið 1978.
Ebba Hentze starfaði um langan aldur við þýðingar í Danmörku. Hún
kom fram sem barnabókahöfundur fyrir tveim árum, semur á dönsku en
bækurnar eru jafnóðum þýddar á færeysku. Fyrstu tvær bækur hennar eru
nútímasögur og fjalla um stelpuna Antoniu sem er tíu ára. í nýjustu bók
sinni Mamman eigur meg (1983, Mamma á mig) sækir Ebba efni í þjóðsög-
una um vinnumanninn Snæbjorn sem var dæmdur á Brímarhólma en flúði
og varð útilegumaður. Aðalpersóna bókarinnar er strákurinn sem Snæbjorn
eignaðist með fjósakonu og í sögunni er stráknum sagt frá örlögum föður
síns og því ranglæti sem yfirvöld beittu hann. En jafnframt tekur bókin til
meðferðar kjör lausaleiksbarnsins í þjóðfélagi þar sem svo mikið veltur á
hvernig barn getur svarað hinni eilífu spurningu: Hver á þig? Auk þess er
sýnt fram á kröfu og þörf barnsins fyrir að þekkja uppruna sinn. Með alda-
gamalt söguefni sitt felur bókin í sér skírskotanir til nútímans.
Hlutur kvenna í færeyskum barnabókmenntum er óneitanlega mjög álit-
legur. En einnig skal hér nefndur mikilvirkasti barnabókahöfundurinn
meðal karla, Steinbjorn B. Jacobsen, sem er einnig ljóðskáld. Hann hefur
samið fjölda skemmtilegra smábarnabóka og auk þess sögur handa stærri
börnum. Meðal þeirra síðari eru Hin reyða ryssan (1979) og Maria og rossið
(1980) sem eru nútímasögur og gerast í Þórshöfn. Þær segja báðar frá stelp-
unni Mariu sem býr með móður sinni einni. Lýst er daglegu lífi stelpunnar
og fléttast þar inn í vandamálið að eiga ekki föður. Vandinn er bæði
tilfinningalegur og félagslegur sem og fjárhagslegur: með móðurina sem
einu fyrirvinnu heimilisins býr Maria við þrengri fjárhag en flestir félagar
hennar. En Maria er atkvæðamikil og tekst á við vandamálin á sinn eigin
hátt. Heitasta ósk hennar er að eignast hest og óskin verður að veruleika
þegar hún fær því áorkað að skólabekkurinn hennar kaupir hestinn í sam-
einingu!
Mikill hörgull er ennþá á færeyskum barna- og unglingabókum, ekki síst
bókum sem fást við nútímann, líf og vandamál barna og unglinga á okkar
143