Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 27
/ leit að nútíbinni — í uppgjöri við fortíðina dögum. Það er fagnaðarefni að konur skuli taka vaxandi þátt í að bæta úr þessari þörf en það væri betra ef þær létu ekki þar við sitja heldur létu til skarar skríða við að semja handa okkur fullorðnum líka. I ljóðlistinni hefur verið jöfn gróska gegnum árin og ný skáld hafa stöðugt bæst í hópinn ólíkt því sem hefur átt sér stað í færeyskri sagnagerð. Færeyskur skáldskapur í bundnu máli var um aldaraðir einskorðaður við danskvæði en í tengslum við þjóðernisvakninguna, sem varð meðal fær- eyskra námsmanna í Kaupmannahöfn í kring um 1880, spratt upp nýr kveð- skapur í formi ættjarðarsöngva, söngva til þjóðarinnar og móðurmálsins. Eiginlegur ljóðrænn kveðskapur varð þó ekki til á færeysku fyrr en með Janusi Djurhuus (1881 — 1948) sem gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 1914 og var hún jafnframt fyrsta ljóðabókin á færeysku. Janus Djurhuus sem var undir sterkum áhrifum frá grísk-rómverskri fornöld (þýddi Ilíonskviðu á færeysku) sem og rómantískum skáldskap á Norðurlöndum og í Evrópu, markaði dýpri spor í færeyska ljóðagerð en nokkurt annað skáld. Ofáum skáldum seinni tíma reyndist erfitt að finna sjálfstæði sitt gagnvart honum og að valda því stórbrotna ljóðmáli sem hann lét sporgöngumönnum sínum í té. Meðal þeirra, sem á sinn persónulega hátt þróuðu færeyska ljóðlist áfram eftir Janus Djurhuus, er Christian Matras (f. 1900). Með lágværum innileik skapar hann sérstaka nálægð í ljóðum sínum um líf fólksins á landi og sjó og órjúfanleg tengsl þess við náttúruna: Her nomu teir gomlu við novnum sær land, men landið nam teir úr fjollum í sand, — við ósæddum hondum tað bant teir við bondum, ið rukku so víða, sum veroldin rann. Hin gagnkvæmu tengsl lands og þjóðar skapa menninguna, söguna og móta einnig þróun tungunnar. Auðugt málfar, gegnsýrt reynslu kynslóðanna og með rætur í því þorpsmáli sem Christian Matras ólst upp við, er það sem einkennir helst skáldskap hans. Karsten Hoydal (f. 1912) fann einnig sinn eigin tón í ljóðum um frum- krafta tilverunnar, vatn og ljós, mold og grjót og manninn andspænis þess- um öflum eða sem hluta af þeim. Hjá honum sjáum við upphafið að órímuð- um ljóðum með frjálsri hrynjandi á færeysku. — Sá þriðji sem ég vil nefna í þessu sambandi er Regin Dahl (f. 1918). Hann hefur ort mikið af ást- arljóðum og þar er hann brautryðjandi með djarforðar lýsingar sínar. I 145
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.