Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 28
Tímarit Máls og menningar
hinum fjölbreytta skáldskap hans eru sterkar tilfinningar en honum er
einnig tamt að beita fyrir sig írónískum tón. Með endurlífgun hálfgleymdra
orða og lipurri gerð nýyrða hefur hann verið áhrifamikill endurnýjandi
færeysks ljóðmáls. — Það mætti telja upp fleiri skáld sem hafa haft mikil
áhrif fram á okkar daga en þessi þrjú ofangreindu verða látin nægja til að
gefa nokkra hugmynd um þá hefð sem færeysk ljóðskáld á síðasta áratug og
hálfum betur hafa stuðst við.
Sú pólitíska vitundarvakning og vaxandi alþjóðahyggja sem áttu sér stað
víða um heim á 7. áratugnum, ásamt samstöðunni með frelsisbaráttu undir-
okaðra, settu sín spor í skáldskap þessa tímabils. A færeysku urðu til ljóð
um félagslegan veruleika líðandi stundar, heima fyrir og á alþjóðavettvangi.
I forminu er einnig gengið lengra en áður við að brjóta höft ríms og
reglulegrar hrynjandi.
Við hliðina á þessum pólitísku ljóðum spratt upp ný ljóðræn náttúrutúlk-
un þar sem einstaklingurinn kemur fram með skynjanir sínar og tilfinning-
ar. Hér reið á vaðið Guðrið Helmsdal Nielsen (f. 1941) sem er eina konan er
gefið hefur út ljóðabók á færeysku. Ljóðabók hennar Lýtt lot (Blíður blær,
1963) var nýjung og hinn persónulegi tónn féll vel að frjálsu forminu. I
annarri ljóðabók Guðriðar, Morgun í mars (1971), er hluti af ljóðunum á
dönsku en Guðrið fluttist unglingur til Danmerkur og bjó þar um árabil
áður en hún sneri aftur til Færeyja. I seinni bókinni gerir hún tilraunir með
japanska ljóðaformið haiku og dregur upp snilldarlegar stemningsmyndir í
örstuttu máli.
Steinbjorn B. Jacobsen (f. 1937), sem áður er nefndur í sambandi við
barnabækur, kom einnig fram sem ljóðskáld á sjöunda áratugnum en hann
birti fyrstu ljóðabók sína, Heimkoma, 1966. Síðan hafa komið út eftir hann
fleiri ljóðabækur, sú síðasta, Tægr (Taug) 1980, auk þess sem hann hefur
samið leikrit (þar á meðal Skipið sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík
1975). Steinbjorn hefur ort mikið af ádeiluljóðum þar sem hann beinir
skeytum sínum að neysluhyggju þjóðfélagsins og hinni hamslausu tækni-
væðingu. Hann orti gegn inngöngu Færeyja í Efnahagsbandalag Evrópu
þegar hún stóð til á sínum tíma. Hann rekur óþolinmóður á eftir okkur
samtímamönnum sínum með kröfu sinni um að við byggjum upp betra
þjóðfélag og hafnar því að smæð þjóðarinnar sé nokkur afsökun fyrir að-
gerðaleysi. Uthverfa hliðin á skáldskap Steinbjarnar kemur fallega fram í
ljóðinu „Vit bæði“:
Inni í mær kann tú ikki búgva
eg eri eingi hús
um enn tú kann liggja í mínum favni
146