Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 38
Tímarit Máls og menningar annað — en svo fær Nikulás kjarkinn. Hann byrjar að kitla þau. Og brátt ætlar allt um koll að keyra. Hendur og fætur eru í iðandi kös undir sænginni. Hlátraskellir og skríkjur — þau kitla hvert annað full af ofsa. Þau grípa andann á lofti og slást. Nikulás verður æ ágengari. Hann klípur líka — jæja, það er þá svona — og Olafur klípur á móti. Nóra reynir að verja sig en sleppur ekki. Nikulás klípur hana ótal sinnum í rassinn — og nú reynir hann að klípa hana að framanverðu. Nikulás þykist ætla að kitla þau Olaf jafnmikið en innst inni finnur hún og veit að það er hún sem hann langar mest til að kitla. Örstutt stund — og hún hefur öðlast visku heillar mannsævi. Hún liggur á bakinu og horfir í dökk augu hans og finnst hann fallegur. Augun eru mjúk - eins og mórinn í mýrinni - og það skín í stórt skarð milli framtannanna þegar hann hlær. En ágengur er hann og þegar hann laumar hendinni undir rósótta náttkjólinn þá áttar hún sig og rífur í hárið á honum. Hann blótar og formælir en hún snýst til varnar og slær frá sér í tryllingi. Dyrnar opnast og Súsanna kemur inn. — Hvað gengur á hérna? spyr hún, — nú skulið þið hætta þessum látum. Verið nú stillt, börnin mín, og farið að sofa. Það kemur nýr dagur á morgun og þá verður brúðkaup. Hún hristir til sængina sem er tóm öðrum megin og segir Nóru að leggjast til fóta. Það ríkir friður um stund. Þau dæsa og svefninn sígur á þau. En Nikulás vill ekki fara að sofa. Hún finnur hönd hans fikra sig upp eftir fótleggjunum og hún sparkar frá sér og rífst og er svo þreytt svo þreytt. Hún vill bara fá að sofa og þegar drengurinn heldur áfram þá tárast hún. Nú getur hún ekki meira — vill bara fá frið fyrir þessum djöfuls asna úr Stakksey. Hún hótar honum og segir: — Eg fer fram í eldhús og segi þeim það. — Nei, gellur í Nikulási, — þá skaltu fá að kenna á því. — Þá skalt þú fá að kenna á því, segir Olafur. Báðir byrja að slást og reka hnefana hvor í annan. Nóra rennir sér niður á gólf og fer fram í eldhús. 156
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.