Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 44
Tímarit Máls og menningar
og hlustað þegar fólkið dansar á kvöldin og alltaf fundist það vera eitt
af því allrabesta sem til er. Að liggja undir sænginni og heyra fótatak-
ið.
Sólin ljómar björt og blíð,
byrjuð er sumartíð.
Hún heyrir hvernig Munkeyingar draga sporið. Þeim liggur ekkert á
— hvers vegna í ósköpunum ættu þeir að flýta sér? Þeir láta orðin
leika á tungunni svo þau heyrast skýrt gegnum nóttina.
Það heyrist í tjaldrinum og mannamál berst upp með húsveggnum.
Ætli brúðhjónin séu að dansa núna? Skyldu þau þurfa að dansa alla
nóttina eða hvað? Hvenær skyldu þau fara í háttinn? Og skyldi hann
þá hjálpa henni við að losa slæðuna? Húsið þeirra er tilbúið. Það er
grátt steinhús og stendur uppi á Hellu. En ennþá er bara eitt herbergi
tilbúið. Svefnherbergið. Súsanna er búin að sjá það — með hjónarúmi
og öllu saman. Gardínurnar eru handofnar og heklað milliverk í
sængurverinu.
O, hvað það hlýtur að vera dásamlegt að gifta sig og láta kyssa sig
svona lengi — og alveg stanslaust. Að láta faðma sig og sveigja aftur-
ábak, svona eins og í kíkinum.
. . . Hún sér að tvö mjúk augu eru að horfa á hana. Það er Nikulás
og hann liggur hjá henni í stóra rúminu — og það er alls ekki Olafur,
heldur Nikulás.
Hann kyssir hana varlega með þykkum vörunum, svo varlega. Og
það merkilega er að hún kann að kyssa — það kemur alveg af sjálfu
sér. Og hann er alls ekkert harðhentur — klípur ekki neitt eða
svoleiðis. Augun í honum eru svo mjúk — svo mjúk, og hann sveigir
hana afturábak og leggur hendurnar gætilega utan um rósótta nátt-
kjólinn.
Og hún lætur tælast. Lætur bara tælast . . .
Sólin ljómar björt og blíð,
byrjuð er sumartíð.
Þorvaldur Kristinsson þýddi
162