Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 50
Tímarit Máls og menningar
hendur kvalara sinna, hann sá aldrei son sinn, og orti til hans fagurt
ljóð.
Aleixandre er sprottinn eins og fleiri hin fremstu skáld Spánar upp úr
dansglöðum ávaxtalundum Andalúsíu, þar sem lófaklöppurnar ríkja, kasta-
nettan; og gítarinn syngur beint út úr hjarta fólksins og sál. Hann ólst upp í
Malaga eins og Alberti; Malaga de las flores. Fæddist reyndar í Sevilla.
Fluttist ungur til Madrid, þar stundaði hann svo laganám; en ljóðlistin
togaði hann til sín. Síðan fékk hann svæsna berkla sem hlupu í nýrun.
Ljóðlistin bjargaði honum.
Fyrst bar mest á áhrifum hins mikla Suðurameríkuskálds Rubén Darío,
sem sótti sér innblástur til Parísar, til hinna miklu frönsku skálda eins og
Rimbaud, Verlaine og Baudelaire og ekki sízt til Mallarmé og symbólista,
og olli byltingu í spönskum skáldskap á þessari öld. Hann orti til að mynda
fyrstur spönskumælandi skálda prósaljóð að hætti Baudelaire, og Neruda
lýsir í minningum sínum forkostulegri hyllingu í samspili hans og García
Lorca í Buenos Aires, þar sem þeir sneru af fjöri og andagift á gaura aftur-
halds.
Rubén Darío opnaði Aleixandre ný svið í ljóðlistinni, og svo urðu drjúg
honum áhrif af skáldskap Rimbaud.
Framan af bar mjög í ljóðum Aleixandre á súrrealískum áhrifum, mynd-
ríki og mælsku, sem raunar lá í tíðinni. Draumar, og geystar tilfinningar;
músík í forminu var oft vísvitandi rofin af stílbrjótum og mishljómum til
áherzlu. Andstæður voru ríkulegar og mikillar fjölbreytni gætti.
Fyrst var ljóðabókin Pasion de la tierra, Þjáning jarðarinnar sem spratt af
miklum umbrotum á tímabili í lífi skáldsins; þar eru prósaljóð þar sem
skáldið lýsir öngþveiti sem leit hans að lífsgildi leiddi hann út í; viðleitni til
að finna sér traustan grunn að reisa á, og jörð til að ganga á; og hann heldur
áfram þeirri leit í næstu ljóðabókum sínum: Espadas como labios, Sverð sem
varir, og La destruction o el amor, Eyðingin eða ástin. I þessum bókum
metur skáldið líf sitt frá rótum, kannar stöðu sína í tilverunni, berst
vægðarlaust og teprulaust og óbanginn við hafsjó efasemda sem hrynja yfir
hann, endurmetur allt. Hvar stend ég? Hann hafði komizt í kast við Freud
sem var ásamt Marx einn helzti áhrifavaldur í bókmenntum tímans, á þessu
skeiði, — á þriðja áratugnum. Freud hafði sterk og gagntæk áhrif á Aleix-
andre. Hann átti við mikil persónuleg vandamál að glíma og sætti mót-
streymi og armæðu, bæði vegna sjúkdómsbölsins, og átaka innra og ytra,
við umhverfi sitt.
Astin. Hún verður skáldinu drjúgt yrkisefni. En oft skyggir dauðinn á:
Hvers vegna kyssa varir þínar þegar maður veit að dauðinn bíður / ef maður
veit að það að elska er bara að gleyma lífinu / að loka augunum fyrir nær-
168