Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 52
Tímarit Máls og menningar ljón sem líkjast kafloðnu hjarta, blóð eins og sefaður tregi að berjast gegn gulri hýenu sem er formuð eins og hið gráðuga sólarlag. I slíkum djúpspeglandi margvídda sýnum sver Aleixandre sig í átt til Blake: sem yrkir um tígurinn: Tígur tígur þú sem brennur svo bjart, í náttskógunum svörtu, hver má vera sú ódauðleg hönd eður auga sem formað fengi þína óttalegu fullkomnu mynd? I hvaða fjarlægu djúpum eða himnum, brennur eldur augna þinna? Um hvaða vængi dirfist hann láta sig dreyma? Hver má sú hönd er dirfist höndla eldinn? Og hver má sú öxl og hver sú kynngi, sem snúið fengi sinar þíns hjarta? Og þá er hæfi hjartað að slá, hver sú ógnlega hönd og hver fótur ógnar? Og hver hamarinn? Hver sú festi? Og í hvaða smiðjubáli varð heili þinn hertur? Hver steðjinn? Hverjar þær skelfilegu greipar voga hinar banvænu ógnir að spenna? Þegar stjörnur skutu niður spjótum sínum, og vökvuðu himna með tárum sínum, brosti Hann þá Hann sá hvað Hann hafði gjört? Hann sem gjörði lambið gjörði Hann þig? Tígur tígur sem brennur svo bjart, í náttskógunum svörtu, hver má vera sú ódauðleg hönd eður auga, sem vogað hefði að forma þína ógnlegu fullkomnu mynd? Svo reynt sé að snúa þessu ódauðlega ljóði skáldmálarans enska til lausa- málsskýrslu eða ljóðfregnar. Nú er mál að víkja að bókinni sem kom út 1944, og ber með sér ávöxt af endurmati í einangrun, þar sem skáldið sat vinum fjær í fjandsamlegu um- hverfi í veldi þeirra sem hata og hræðast með réttu lifandi skáld og list. Harmþrunginn en heiðskír söngur frá dimmum dögum, tregi vegna vina sem týndust, þeirra sem féllu eða hurfu; vegna vinslita; vonbrigði, sársauki vegna þeirra sem voru myrtir eða hraktir í útlegð, eða tærast upp í dýflissum eða fangabúðum, bræður í list, fóstbræður og vinir, sálufélagar. En afl hefur vaxið við að sækja með fár í fangið; hljómur hefur vaxið þessu skáldi í raun- um, orðið fyllri; myndauðgi meiri en nokkru sinni fyrr, fjölbreyttari. Síðan líða hvorki meira né minna en níu ár til næstu bókar: Nacimiento ultimo. Hinzta fæðing. Skáldið lifði í innri útlegð, sem Artur Lundkvist nefnir svo. Og var langtímum saman bannað að birta nokkuð, og opinberlega reynt að láta sem hann væri dauður. Hinzta fæðing, hver er hún? 170
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.