Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 53
Þegar Aleixandre fékk Nóbelsverdlaunin Dauðinn. Þar gætir hugspekilegrar efnishyggju. Dauði er umbreyting í efninu, og þú lifir áfram í öðru efni en var, í öllu sem lifir. Haft er eftir Aleixandre: No hay escuelas, hay poetas. Það eru ekki skáld- skaparstefnur sem skipta máli heldur skáldin. Það eru ekki skólar, það eru skáld. Aratugum saman má kalla að Aleixandre væri meira eða minna rúmfastur. Ekki gat hann flúið eins og skáldbræður hans, hann komst ekki vegna sjúk- leikans. Hann sat eftir í sinni innri útlegð. Hataði fasismann; en þreyði virðulega þorrann og góuna. I seinni ljóðum hans kemur fram samhugur með öllum mönnum. Með öllum sem eiga bágt. Og skáldið ber sársauka allra hinna, syngur fyrir alla aðra. Ekki bara fyrir þá fáu sem lesa og skilja, heldur gefur hann í ljóðum sínum líka hinum mál. Artur Lundkvist hefur þýtt á sænsku mikið af ljóðum eftir Aleixandre ásamt hinu ágæta spænska skáldi Justo Jorge Padrón, sem bjó lengi útlægur í Sviþjóð; en flutti heim við frelsun landsins þegar fasistar féllu til helvítis. I formála ljóðasafns með þýðingum þeirra segir Lundkvist um Aleix- andre: Hann er síðasti fulltrúi gullaldarskáldskaparins sem er þegar orðinn þjóðsaga. Hann ber með sér öllum öðrum fremur samhengi skáldlistarinnar, upphafinn, fyrirmynd mörgum öðrum síðari skáldum sem voru neydd til að búa undir harðstjórn einvalda. Allt framferði hans hefur verið jafnt til fyrirmyndar og skáldlist hans, segir Lundkvist: og það ætla ég að eigi mestan þátt í því að hann hlýtur Nóbelslaunin, segir hann. Þetta var árið 1977. Nú nálgast Vicente Aleixandre tíunda áratuginn (fæddur 1898). Með óbil- andi viljastyrk og sjálfsaga lét hann aldrei heilsuleysið buga sig, og reis af sjúkrabeði til þess að ná ferlivist nokkrar stundir hvern dag; og heimili hans varð aftur unaðsreitur vinum og sálufélögum, skáldum eftirsótt vin, í út- hverfi Madrid. Síðustu ljóðabækur Aleixandre sem ég veit um eru: Poemas de la consum- ación, Neyzluljóð 1968, og Diálogos del conocimiento, Samræður um þekkinguna 1974. Bandaríska skáldið mæta Robert Bly sagði þegar Aleixandre hlaut Nób- elslaunin: Spánn er að vakna eftir áralangan svefn, og skáldskapur Aleix- andre og þrjózkufull nærvera hans eiga öflugan þátt í þeirri vakningu. 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.