Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 56
Vésteinn Ólason
íslensk sagnalist —
erlendur lærdómur
Þróun og sérkenni íslenskra fornsagna í Ijósi nýrra rannsókna
I
Eins og útvarpsþættirnir Nýjustu fréttir af Njálu sýna, lifa íslenskar forn-
sögur góðu lífi meðal almennings í landinu, og meðal erlendra fræðimanna
hefur áhugi á fornbókmenntum okkar verið vaxandi víða um heim síðustu
ár og áratugi. Austan hafs og vestan birtast jafnt og þétt fræðirit um ýmsar
greinar þeirra: eddukvæði, dróttkvæði, konungasögur, riddarasögur, forn-
aldarsögur, biskupasögur.1 Þó lítur út fyrir að Islendingasögur njóti nú sem
löngum áður mestrar hylli bæði hjá almennum lesendum og fræðimönnum.
Arið 1982 komu út í Vesturheimi tvö rit sem hljóta að teljast til
grundvallarrannsókna á þróun og einkennum fornra sagnarita og þó einkum
Islendingasagna: The Medieval Saga eftir Carol Clover prófessor við
Kaliforníuháskóla í Berkeley og Feud in the Icelandic Saga eftir Jesse Byock
prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angeles.2 Báðar bera þessar bækur
vitni um mikinn lærdóm og skarpskyggni, en höfundarnir nálgast viðfangs-
efnið hvor úr sinni átt og komast að ólíkum niðurstöðum. Carol Clover
leggur meginkapp á að setja íslenska sagnaritun í samband við þróun
evrópskrar frásagnarlistar á miðöldum, eins og hún birtist á bókum sem
settar voru saman sunnar í álfunni, en Jesse Byock miðar við sérkenni
íslensks samfélags á dögum sagnaritunarinnar og finnur í þeim lykil að
uppruna og einkennum Islendingasagna og samtíðarsagna (sagnanna í Sturl-
ungu). I hvorugu verkinu gætir þó einsýni að þessu leyti, heldur er um
áherslumun að ræða: Carol Clover tekur fram að Islendingasögur hafi ýmis
sérkenni sem ekki verði skýrð með erlendum áhrifum, og hún gerir ráð fyrir
að sögur af Islendingum hafi verið sagðar áður en þær voru skrifaðar, eins
og síðar kemur fram.3 Jesse Byock neitar því ekki heldur að erlend áhrif hafi
átt þátt í mótun Islendingasagna sem bókmenntaforms.4 Þrátt fyrir það er
mikinn áherslumun að finna í verkum þeirra og um suma þætti viðfangsefn-
isins vafalaust ósættanlegan ágreining.