Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 57
Islensk sagnalist — erlendur Lerdómur II Nafnið gæti bent til að The Medieval Saga (MS) væri ætlað að vera heildarlýsing á fornsögunum, en svo er ekki. Meginviðfangsefni bókarinnar er bygging sagnanna, hvernig einstakir þættir eru settir saman: annars vegar greining á sögunum sjálfum, hins vegar samanburður við frásögubók- menntir annarra Evrópuþjóða og kenningar miðaldamanna um frásagnar- list. Athugunin tekur til íslenskrar sagnaritunar frá upphafi hennar á 12. öld allt til hinna miklu samsteypurita 14. aldar Sturlungu, Möðruvallabókar, Flateyjarbókar. Samanburðarefnið er einnig mikið og fjölþætt: latneskar kronikur, söguljóð af köppum og riddurum, ásamt lausamálsgerðum franskra riddarasagna þar sem steypt er saman efni úr eldri söguljóðum. I upphafi bókar sinnar minnist Carol Clover á deilur sem spunnust suður á Italíu við lok miðalda um byggingu hinnar frægu kviðu Ariostos, Orlando furioso. Um þetta leyti höfðu endurreisnarmenn uppgötvað rit Aristótelesar um skáldskaparlistina, og þeir sem höfðu það í hávegum vildu að bók- menntir væru samdar í samræmi við kröfur Aristótelesar. Þeir sáu í hendi sér að Ariosto braut svo að segja allar reglur hans um söguljóð: upphaf og endir voru óljós, kviðan var of löng, atburðarásin of margþætt og sundur- laus, efninu óreglulega skipað niður og útúrdúrar margir. Þessari gagnrýni svöruðu aðdáendur Ariostos á þá leið að skáldskaparfræði Aristótelesar væri úrelt og hæfði ekki nútímanum: í söguljóðum nútímans væri ekki sóst eftir einingu heldur fjölbreytileika, þar bæri að hafa margþætta atburðarás, fjölda persóna osfr. I raun og veru var hér um að ræða árekstur milli skáld- skaparfræði miðalda og fornaldar. Aðferð Ariostos var ekki ný af nálinni heldur rökrétt framhald af þeirri stefnu sem bygging frásagna hafði tekið á miðöldum, þegar riddaraljóð og riddarasaga (romance) leystu hetjukviðu (epos) af hólmi sem virtasta grein frásagnarlistar. I framhaldi af þessum inngangi eru íslenskar fornsögur teknar til athugun- ar í ljósi skáldskaparfræði miðalda eins og hún birtist í ritgerðum miðalda- manna og í framkvæmd. Aristóteles gerir kröfu um afmarkaða og samfellda atburðarás í söguljóði: á undan upphafinu hefur ekkert farið sem máli skiptir fyrir söguna sem rís og hnígur þannig að eitt leiðir af öðru þangað til komið er að endi sem ekki krefst neins framhalds.5 Þetta mætti kalla „lokaða“ byggingu, en andstæða hennar er hin „opna“ bygging miðaldafrásagna, þ. á m. íslenskra fornsagna. Þær byrja yfirleitt á því að raktar eru ættir söguhetja og jafnvel sagðar ýmsar sögur af forfeðrum þeirra sem ekki koma meginfrásögninni við. En hún er einatt harla margbrotin. Einstökum atvikum og persónum, jafnvel allflókn- um atburðakeðjum, eru þar oftar en ekki gerð miklu rækilegri skil en þörf er 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.