Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 59
íslensk sagnalist — erlendur lœrdómur ferð. Þvert á móti láta þeir hinar ýmsu sögur eða atburðakeðjur fléttast hverja inn í aðra, oft með býsna flóknum hætti. Meðal Islendingasagna er Eyrbyggja saga skýrasta dæmið, enda hafa nútímalesendur og fræðimenn löngum átt erfitt með að átta sig á samhenginu og fá yfir það fulla yfirsýn. Samþættingaraðferðin er líka notuð í samsteypuritum eins og Sturlungu eða konungasögum 14. aldar. Fræðimenn síðari tíma hafa einatt lagt sig í líma að rekja þættina sundur og birt hvern fyrir sig í útgáfum. Samþætting sundur- leitra efnisþátta í konungasögum er þó vitaskuld ekki nýjung 14. aldar, eins og auðveldast er að sannfæra sig um með því að lesa Olafs sögu helga eftir Snorra Sturluson. Bent hefur verið á að hin flókna samþætting í Eyrbyggju eigi sér nokkurs konar hliðstæðu í setningaskipun dróttkvæða, en hins vegar má segja að hún sé í fullkominni mótsögn við stíl Islendingasagna. Carol Clover telur raunar að hinn ljósi og einfaldi stíll sagnanna hafi einatt villt um fyrir lesendum þeirra, og þá ekki síst fræðimönnum, sem hafi fært þennan einfaldleika yfir á bygginguna, þar sem hann sé alls ekki að finna. Má það rétt vera. Samþætting með tilheyrandi inngangs- og tengiformúlum var velþekkt fyrirbæri í þeim latnesku sagnaritum sem Islendingar kynntust á 12. öld. Carol Clover tekur dæmi af Adam frá Brimum og Theodoricusi, en bendir einnig á ýmis rit um mælskufræði þar sem beinlínis var mælt með útúrdúr- um. Sömu einkenni koma mjög skýrt fram nokkru síðar bæði í latínuritum (Saxo) og víða í frásöguritum á 13. öld. Skýrust eru þessi einkenni í þeim miklu prósaverkum sem þá voru sett saman eftir söguljóðum af riddurum. I söguljóðunum var bygging vissulega opin, en höfundar 13. aldar beittu einmitt samþættingu til að þenja verkin út og draga inn í þau stöðugt meira efni. En útþensla (amplificatio) var eitt af helstu keppikeflum sagnaritara á miðöldum. Fyrir löngu setti Axel Olrik fram þá reglu að í munnlegum frásögnum færi ekki tvennum sögum fram heldur væri þar ætíð um að ræða einfalda at- burðarás. Allir sem þekkja til fornsagna munu hins vegar kannast við að þar er harla algengt að rekast á setningar eins og þessar: „Nú fer tvennum sögum fram,“ eða „Víkur nú sögunni þangað sem . . .“ Af því dró Olrik þá ályktun að Islendingasögur væru bókmenntaverk. Svo mikið er víst að margþættar sögur eru oftast þannig að tvennum eða fleiri sögum fer fram samtímis. Þá eru skil milli þátta oft mörkuð með setningum á borð við hinar fyrrnefndu. Einmitt í þessum tengingum koma fram margar formúlur, sem svo eru nefndar: fastmótuð orðasambönd til nota við tilteknar aðstæður. Formúlur eru sem kunnugt er einkenni á munnlegum frásagnarstíl, og er þá freistandi að spyrja hvort þessar séu það ekki líka, en ef svo væri rækist það á þá kenningu að margþætt frásögn, þar sem margt gerist samtímis, sé sér- 177
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.