Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 61

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 61
Islensk sagnalist — erlendur Irerdómur eingöngu ljóðsögur voru þýddar á norrænu. Freistandi sé að gera ráð fyrir áhrifum en etv. hyggilegra að ganga ekki lengra en svo að skýra líkinguna þannig að um sé að ræða hliðstæða þróun út frá sömu forsendum. Hins vegar telur hún ótvírætt að samsteypurit 14. aldar eins og Flateyjarbók, sýni bein áhrif frá erlendum hliðstæðum í samsteypum riddarasagna. I bókarlok er vikið frá hinu þrönga formfræðilega sjónarhorni, sem ríkjandi hefur verið þangað til, og rætt um stöðu sagnanna gagnvart áheyrendum/lesendum í íslensku miðaldasamfélagi. Ef bygging sagnanna er meðvitað listbragð eða ávöxtur meðvitaðrar listrænnar viðleitni, verður að gera ráð fyrir viðtakendum sem hafi kunnað að meta slíka viðleitni. Yfirleitt er talið að miðaldarit hafi verið lesin upp, oft fyrir allstóran hóp áheyrenda, svipað og gert var á kvöldvökum síðar, fremur en að þau hafi verið lesin í einrúmi. Carol Clover gerir ráð fyrir mismunandi áheyrendum Islendinga- sagna: annars vegar hafi verið almúgafólk sem naut þeirra sem skemmtilegra og spennandi frásagna af æsilegum atburðum, hins vegar áheyrendur sem höfðu næga bóklega menntun til að njóta flókinnar byggingar sjálfrar hennar vegna. Þótt í MS sé gert ráð fyrir munnlegri sagnaskemmtun á undan sagnaritun- inni og etv. samtímis henni, eins og flestir hafa raunar gert, er bókin ein markverðasta tilraun síðari ára til að styrkja grundvöll bókfestukenningar- innar svo nefndu. Einn af hornsteinum þeirrar kenningar hefur frá upphafi verið hugmyndin um bókmenntalega þróun allt frá fyrstu sagnaritum 12. aldar fram til fullþroskaðrar sagnagerðar um miðbik þeirrar 13., ásamt þeirri hugmynd að erlend bókmenntaleg áhrif hafi gegnt lykilhlutverki. Gildi verksins takmarkast vitaskuld af því hve bundið það er formi, en þessi takmörkun hefur jafnframt gefið kost á mjög rækilegri könnun viðfangsefn- isins. Röksemdafærsla verksins er vönduð og reist á mikilli þekkingu bæði á íslenskum bókum og erlendum. Stundum virðist mér þó fullmikið gert úr hliðstæðum. Þannig sýnist mér að samþætting ólíkra efnisþátta gegni mun víðtækara hlutverki í prósarómönum frönskum en í íslenskum samsteypu- ritum á 14. öld. Tengsl þessarar byggingar í frönsku verkunum við hug- myndalegt inntak þeirra kemur mun skýrar fram í lýsingu Eugene Vinaver á þessum ritum en í MS.8 Slík tengsl eru hins vegar vandséð í ritum eins og Flateyjarbók. Þar virðist útþenslustefnan engan veginn hagnýtt til að bera fram neina dýpri merkingu. Þess vegna hljóta hin beinu áhrif á þessu stigi að hafa verið mjög yfirborðskennd. Vissulega er nauðsynlegt að fjalla um Islendingasögur sem hluta af forn- sagnarituninni í heild, þegar fjallað er um byggingu ekki síður en aðra þætti, en eins og efnið er hér sett fram virðist mér heldur lítið verða úr sérkennum 179
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.