Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 66
Tímarit Máls og menningar til að koma máli fram á þingi eða til að framfylgja dómi. Þetta skýrist hins vegar í greiningu á einstökum sögum. Síðasta deildin er lausn. Hana flokkar Byock í þrennt. I fyrsta lagi er um að ræða sættir sem takast vegna milligöngu. I öðru lagi gat verið um að ræða beina lausn án milligöngu, annaðhvort án valdbeitingar með sjálfdæmi eða sem milligöngulaust samkomulag, ellegar þá með ofbeldi þegar um einvígi eða víg var að ræða. I þriðja lagi er sá kostur að lausn sé hafnað, eins og þegar annar aðili hafnar gerð eða samkomulagi eða neitar að fallast á samn- inga. Þetta er ekki það sama og misheppnuð lausn, því að allar tegundir lausnar geta farið út um þúfur. Formlega skiptir því máli hvort reynt er að leysa málið, en ekki hvort tókst að komast að samkomulagi né heldur hve varanleg lausnin varð. Miklu færri eru í rauninni þær lausnir í sögunum, sem verða varanlegar, en hinar sem kalla á ný átök, nýtt ofbeldi. Þegar endanleg lausn fæst að lokum er það oft vegna þess að málið hefur smám saman færst í hendur voldugri aðilja sem semja beint sín á milli, enda verður þá oft til málamiðlun sem allir aðiljar samþykkja. Oft gerist þetta ekki fyrr en eftir langa keðju deiluklasa, þar sem ein lausn hefur sáð fræi nýrra átaka, nýs deilukjarna eða jafnvel margra. Byock tekur fram að í raun og veru hafi sjálfsagt miklu fleiri deilumálum lyktað án blóðsúthellinga en með þeim. Það voru þó einkum hin síðar- nefndu sem þóttu söguleg, þess virði að segja frá þeim. En milliganga og samkomulag voru sannarlega einnig söguleg, eins og langir kaflar í sögunum sýna. Samt hefur það væntanlega verið sífelld hætta á mannvígum sem gerði þau að spennandi söguefni. Vitaskuld er greining Byocks á deildunum margþættari og blæbrigðarík- ari en hægt er að láta koma fram í stuttri endursögn, og hann tekur fjölda dæma máli sínu til stuðnings. Að lokinni greinargerð fyrir deildum er fjallað í sérstökum kafla um deiluklasa og um deilukeðjur, myndaðar úr klösum sem röktengsl eru á milli. I hverjum klasa er yfirleitt alltaf um aðeins ein átök að ræða, og algengasta tegund klasa er, sem fyrr segir: A —> M —> L, en aðrar gerðir voru til og sagnamaðurinn notaði margvísleg afbrigði. Hver deiluklasi er eining í frásögninni, segir Byock, og hann hnykkir enn á því að röð deildanna innan klasans sé ekki bundin. Sem dæmi um það hvernig nýr klasi tekur við af öðrum innan sömu keðju nefnir hann að móðgun getur leitt til manndráps eða sættarrofa og er þá kominn upp nýr klasi sem hefur sem þungamiðju drápið eða sættarrofin. Einnig getur komið upp röð af klösum sem allir eiga þá undirrót að einn maður girnist land annars. Byock telur að samsetning deildanna í klasa og síðar keðjur tengist frem- ur hefðbundnum félagslegum skilningi á framrás deilumála en listrænum 184
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.