Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 69
Islensk sagnalist — erlendur lœrdómur að vera sérstakar aðstæður í þjóðfélagi og menningu. Um þetta allt vænti ég að bæði Jesse Byock og Carol Clover gætu orðið mér sammála. Hins vegar virðist verulegur ágreiningur milli þeirra um það hvert hafi verið form þeirra munnlegu frásagna sem rithöfundarnir lærðu af, að hve miklu leyti bóksögur séu beint framhald af munnlegri sagnalist eða hvort hún hafi aðeins verið hráefni. Ef ég leyfi mér að taka það úr hvoru riti sem hentar minni kreddu verður niðurstaðan á þessa leið: Mér virðist Jesse Byock hafa leitt að því traustar líkur að til hafi verið frásagnir af íslenskum atburðum sem hafi haft frásagn- argerð allólíka fornaldarsögum, vegna þess að viðfangsefnið var ekki ævin- týralegt eins og þar heldur félagslegt. (Ég verð þó að skjóta inn í að ég sé ekki að nauður reki til að hafna þeirri hugmynd að Islendingasögur, amk. margar, séu um leið hetjusögur; hetjusaga getur verið félagsleg saga ef hún vex úr samfélagi hetjudýrkunar). Enn sem komið er virðist mér hins vegar röksemdir hans ekki ná lengra en svo að þær styrki hugmynd um frásagnir af heilum deilukeðjum, eins og hann skilgreinir það fyrirbæri. Frá þessu er þó langt skref til að setja jafnaðarmerki milli munnlegrar sögu og skrifaðrar. Vitaskuld gerir Byock ráð fyrir mun, en mér finnst eðlilegast að skilja bók hans þannig að hann geri minna úr honum en svo að ég geti orðið honum sammála, amk. eins og hann túlkar hinar „þéttu“ sögur eins og Njálu. Nú segir Byock auðvitað hvergi og telur sjálfsagt ekki að hin ritaða Njálssaga sé alveg eins og hún hefði getað verið í munnlegri geymd. Hins vegar virðist mér hann gera svo mikið úr byggingarlist sagnamanna á munnlegu skeiði frásagna að af því megi draga þá ályktun að allt meginefni Njálu hafi getað verið til í einni munnlegri sögu. Mér virðist allt benda til að fyrirmyndir að hinu stóra formi, bóksögunni, og helstu aðferðum við að tengja svo sundurleitt efni, sem flestar Islendinga- sögur geyma, í eina heild, séu bókmenntalegar. Frumáhrifin eru vafalaust erlend, en einnig hafa erlend áhrif borist jafnt og þétt. Þetta sýnir Carol Clover vel fram á í bók sinni. Jafnframt er á hitt að líta að þegar skrefið var stigið hlutu eldri sögur að hafa áhrif á þær sem yngri voru þannig að hin bókmenntalega þróun eða þróun rithefðarinnar sem slíkrar hefur að hluta til verið innlend. Þetta er önnur forsenda þróunarinnar. Hin er sagna- hefðin. Bækurnar tvær, sem hér hafa verið teknar til umræðu, sýna að mikil gróska er í rannsóknum á Islendingasögum. Hvor um sig skilar okkur drjúgri þekkingu og nýjum skilningi á viðfangsefninu, en ágreiningsefnin eru nægilega mörg og djúptæk til að vænta megi bæði bóka og ritgerða á næstu árum þar sem ýmist verði reynt að staðfesta eða kollvarpa niðurstöð- um þeirra. Það má kalla meginkost á þessum ritum báðum að kenningar 187
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.