Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 76
Kristinn Kristjánsson Konan, draumurinn og dátinn Margt hefur verið sagt og ritað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Almennt eru þessi samskipti nefnd ástand(ið). Þeir sem skrifa um hernámsárin 1940—45 gera mikið úr þessum samskiptum og stundum verða þau aðalatriði þess sem gerðist á þessum tíma. Eg ætla hér á næstu síðum að greina frá því hvernig fjallað hefur verið um þetta mál, hver einkenni umræðunnar eru og hvernig hægt er að túlka hana. Þetta er gagnrýnin athugun, byggð á nokkrum völdum textum, og ætla ég að sýna fram á að umræðan hefur einkennst af fordómum. Fyrst ætla ég að athuga tvær skáldsögur um hernámið og hafa hliðsjón af eftirfarandi spurningum: Hvernig er viðbrögðum kvenna lýst þegar her- menn eru annars vegar? Hvað er dregið fram í fari þeirra, á hvað er lögð áhersla og í hvaða samhengi er það sett? Sögurnar sem ég hef valið eru Norðan við stríð eftir Indriða G. Þorsteinsson og Verndarenglarnir eftir Jóhannes úr Kötlum. Norðan við stríð og Verndarenglarnir Norðan við stríð kom út í lok nóvember árið 1971. I viðtali sem birtist í Morgunblaðinu um mánuði síðar er haft eftir Indriða að hann sé með verkum sínum, einkum 79 af stöðinni, Landi og sonum og Norðan við stríð, að útskýra fyrir framtíðinni hvað gerðist á Islandi um miðbik tuttugustu aldar. Hann segir að Norðan við stríð sé fyrst og fremst þáttur í stærri mynd, hann hafi ekki viljað að hann og hans kynslóð sæti inni með „upplýs- ingar, kenndir og viðhorf“ sem ástæðulaust væri að glötuðust. Bókin er . . . einfaldlega mynd í hnotskurn af aðfara þess nútíma á Islandi, sem við lifum í dag. (Mbl. 22. 12. 1971) Hlutverk Indriða er 194 . . . að reyna að bjarga ákveðinni geymd, minningu, inn í framtíðina, ef þess er nokkur kostur og kortleggja umrótið handa þeim, sem ekki sátu klofvega á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.