Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 80
Tímarit Mdls og menningar innar og hugsjóna hennar. Hann trúir á landið. Einn sona hans, útgerðar- maður og foringi atvinnurekenda, er fulltrúi kapítalismans. Hann er fasísk- ur, óþjóðlegur og hugsar einungis um eigin hag. Annar sona hans, skáld og norrænufræðingur, er fulltrúi sósíalismans. Hann er byltingamaður, þjóð- legur og berst fyrir hag annarra. Sagan fjallar um nútíð og framtíð á Islandi og í heiminum og er boðskapur hennar sá að sósíalisminn sé lausnin. Her- námið er hluti af heimsvaldastefnu kapítalískra ríkja, og stríðið er stríð þeirra um markaði, stríð mannkynsins gegn sjálfu sér, uns Sovétríkin hefja þátttöku, þá er barist um framtíð mannkynsins. Bóndinn og skáldið andæfa hernáminu, hvor á sinn hátt, en atvinnurekandinn fagnar því og hagnýtir sér það. Dóttir bóndans kemur einnig mikið við sögu en stendur utan við átökin í þjóðfélaginu. Hún heitir Embla en samkvæmt Völuspá og Snorra-Eddu er það nafn fyrstu konunnar. Nafnið er fyrsta vísbendingin um það að með sögunni af Emblu sé verið að segja meira en sögu einnar persónu og önnur atriði í sögunni vísa einnig í þá átt: Embla er fulltrúi kvenna, saga hennar er saga íslenskra kvenna. I Verndarenglunum er sérstakur kafli um hernámsdaginn. I honum er Embla fyrir miðju frásagnarinnar. Bygging kaflans er á þessa leið: Fyrst er heildarlýsing á komu breska hersins og aðgerðum hans og almennum við- brögðum Reykvíkinga. Þá er lýsing á viðbrögðum nokkurra hópa, drykkju- manna, drengja og stúlkna. I framhaldi af því er síðan fylgst með einni persónu úr síðasta hópnum, Emblu, uns hún hittir bróður sinn, skáldið. I þessum kafla koma fram mörg sömu efnisatriði og í Norðan við stríð: Konur fá óskir sínar uppfylltar, þær fara að hitta draumaprinsinn og þær taka ofbeldinu (hernáminu) með glöðu geði, eru í leiðslu af fögnuði. Uppistaða frásagnarinnar af viðbrögðum Emblu og annarra stúlkna er draumlíking. A hernámsdaginn rætist draumur sem búið hefur með konum frá upphafi Islandsbyggðar. Fyrir ungar stúlkur er hernámsdagurinn: . . . þeirra óskadagur. Loksins voru þau komin, hin dularfullu skip ævintýrs- ins, sem mæður þeirra í þrjátíu ættliðu höfðu beðið eftir: sólbrenndir og særoknir stigu þeir á land, hinir langþráðu elskhugar úr fjarskanum, skógar- ilminn lagði frá hári þeirra, augun lýstu eins og vitar frá ókunnri strönd, tungutak þeirra hljómaði eins og söngur stjarnanna á heiðskírri nótt. (47) Ungar stúlkur hraða sér í sunnudagafötin, snyrta sig og ganga um bæinn. Fyrir þær er „hátíð lífs þeirra“ runnin upp og þær ganga út í „hið sólhvíta land draumsins, sem orðið var að veruleika" (48). Embla hraðar sér af stað eins og aðrar ungar stúlkur. Hún er full af 198
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.