Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 81
Konan, draumurinn og dátinn fögnuði yfir atburðinum án nokkurrar gagnrýni, hún svífur um í sæluvímu. Hún gengur út í draumalandið, hún hittir draumaprinsinn: Miklabæjarfiðrildið, Embla Brynjólfsdóttir, var ein þeirra ungu meyja, sem leið út á strætið þennan föstudagsmorgun, án þess að snerta möl þess eða ryk. Hún var miklu léttari en morgunninn sjálfur, einu sinni enn tók hún upp vasa- spegil í laumi og brá honum fyrir andlit sér: jú, guði sé lof, allt var í bezta lagi.(48) Hún sér brátt hermenn á gangi og finnst yfirbragð þeirra yndislegra en í nokkrum draumi og umfram íslenska pilta. Þegar hermaður afhendir henni tilkynningu frá breska hernum bera tilfinningarnar hana næstum því ofur- liði: Hana svimaði af geðshræringu, sonur draumalandsins hafði ávarpað hana, sama blaðið hafði samtímis snortið hendur þeirra beggja, það fór ljúfsár titringur um hana alla. (49) Á blaðinu er yfirlýsing frá breska hernum um töku landsins, tilgang tökunnar og hvaða reglur eru settar. Lýsingin á viðbrögðum hennar við blaðinu er því jafnframt lýsing á viðbrögðum hennar við hernáminu: Hún renndi augunum yfir bréfið í leiðslu, aldrei hafði íslenzk kona staðið með dýrmætara skjal í hendi, málleysur þess og stafvillur fólu í sér einhvern lokkandi seið, sem ómögulegt var að skilgreina. (49) Eftir lesturinn streymir sæl öryggiskennd um hana. Þegar hún heldur áfram för sinni er hún eins og fiðrildi sem er að flýta sér til blómanna til þess að sjúga úr þeim hunang. Hún mætir öðru hverju hermönnum, þeir eru „misstórir, misfríðir, misfínir", en allir eru þeir „hin fullkomna ráðning á draumi karlsdótturinnar um kóngssoninn“ (50). Hermennirnir fara jafnvel fram úr vonum Emblu. Hernámslýsingin byggir á því að konur hafi dreymt um komu elskhugans frá upphafi Islandsbyggðar og sá draumur rætist 10. maí 1940 í mynd breska herliðsins. Þeim hefur aldrei liðið betur en á þeim degi er þær eru beittar ofbeldi í mynd hernáms. Þá fyrst eru þær sælar og öruggar. I Verndarenglunum og Norðan við stríð er gerður skýr greinarmunur á við- brögðum karla og kvenna við hernáminu. I Verndarenglunum er greint frá því í hverju þessi munur felst: hann er sá að karlar hugsa en konur ekki. Þetta kemur best fram í samtali Emblu og skáldsins á hernámsdaginn. Þegar þau hittast kemur hún svífandi eins og fiðrildi en hann stendur í miðri 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.