Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 88
Tímarit Máls og menningar hafa komið í sambandi við sambúð hins erlenda setuliðs og landsmanna“ (626). Málið er aldrei greint heldur er gefið strax í byrjun að það sé siðferðilegt og gögnin því skoðuð með það í huga. Þess vegna eru óhugnan- leg dæmi um samfarir við stúlkubörn notuð sem dæmi um lágt siðferðisstig bamanna og til skýringar á fullyrðingum um að svo sé um fjölda kvenna. Þess vegna fjallar nefndin ekki meira um þessi börn heldur snýr sér að hugleiðingum um meðvitund kvenna og skilning þeirra í siðferðilegum efn- um. Það er bert af útdráttunum, segir nefndin, . . . að sumar stúlkurnar selja sig, og mun það vera nýtt fyrirbrigði hér á landi, að fjöldi kvenna selji blíðu sína. Þó munu þær konur, er mök hafa við setuliðsmenn, vera í minni hluta, er selja sig, og kemur víða fram sú skoðun þeirra, að þetta sé ekki þess vert. Þess verður líka víða vart, að þótt sama stúlkan hafi haft mök við fleiri en einn hermann í einu, finnst henni þá fyrst sóma sínum misboðið, er henni er boðin borgun. (630) Af þessu dregur nefndin síðan þessa ályktun: í stuttu máli: Islenzkum konum er hvergi nærri Ijós munurinn á vændiskon- unni og óspilltu konunni. Þær virðast líta svo á, að merkjalínan þar á milli sé fjárhagslegs eðlis. Kona, sem hefur mök við fimm hermenn í sama skálanum, í sama skiptið, telur sig heiðarlega konu, ef hún þiggur ekki fé að launum, — kona, sem sefur hjá liðsforingja í gistihúsi, er helsærð, ef hann vill greiða ómakið, — kona, sem tekur við aurum, er vændiskona. Munurinn á siðlegri konu og vændiskonu er því, að dómi fjölmargra reykvískra kvenna, ekki sið- ferðilegur heldur fjárhags- eða atvinnulegur. (630—631) Burt séð frá því að líklega þætti mörgum skilgreining kvennanna á vændiskonu réttari en skilgreining nefndarinnar, og burt séð frá þeirri tvöfeldni sem felst í skýringarsögunni, þá kemur hér vel fram hvaða augum nefndin lítur á málið og hvaða áhrif það hefur á skýrslugerðina. Þannig er litið fram hjá því að nokkrar konur eru algerlega heimilislausar og sú niðurstaða að fjöldi barna búi við óhæf kjör vekur einungis áhyggjur um það að þau verði óhæfir þegnar í framtíðinni. Litið er fram hjá því að hermenn hafa samfarir við börn en þess í stað fullyrt að fjöldi kvenna lifi á lágu siðferðisstigi. Siðferðilegur mælikvarði er hér notaður, sjálfsagt ómeðvitað, sem tæki til þess að líta fram hjá öðrum hliðum málsins. Þannig er litið fram hjá félagslegum hliðum þeirrar staðreyndar að fjölmennt erlent herlið er í bænum. Áhrif hernámsins á líf Reykvíkinga eru ekki könnuð, þess í stað er fullyrt að spilling ríki í bænum, konur valdi henni, og gengið er út frá því að 206
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.