Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 89
Konan, draumurinn og dátinn
skýringarinnar sé að leita í lítilli meðvitund þeirra. Framtíð þjóðarinnar er í
hættu, það sem „gín við þessari þjóð“ er „hyldýpisfen ómenningar og
siðleysis". Hinir erlendu setuliðsmenn fá rangar hugmyndir um menningu
þjóðarinnar enda „af ýmsu ljóst, að virðing þeirra fyrir henni muni af
skornum skammti“ (632).
Nú erum við kannski komin að meginþætti umræðunnar á stríðsárunum.
Framtíðarsýn nefndarinnar er sú sama og hjá Vilmundi:
. . . aðalhættan er . . . fólgin í því, að hér myndist stór vændiskvennastétt, sem
segir sig úr lögum við siðað þjóðfélag. I fyrsta lagi myndi fjöldi stúlkna, ef
ekkert er aðhafst, smám saman fara að dæmi slíkra kvenna, jafnvel þótt í þeim
væri sæmilegur efniviður, ef vel væri á haldið, því að slíkt lausungarlíf hefur á
sér nokkurn ævintýraljóma, sem margir eiga örðugt með að standast jafnt
fyrir það, þótt eymd og umkomuleysi þeirra, sem þátt taka í ævintýrunum,
séu sæmilega vitibornu fólki ljós. En auk þess er það staðreynd, að hinir bezt
gerðu eiga að tiltölu miklu færri afkvæmi, og um uppeldi þeirra barna, sem
eiga vændiskonu að móður, þarf engum getum að leiða. (632)
Málið er sett upp eins og um sýki sé að ræða. Hún hefur stungið sér
niður, konur eru einstaklega veikar fyrir henni og munu sýkjast, og þeim
fækkar sem hafa mótstöðuaflið og þekkja aðferðirnar til að vinna á henni.
Nefndin endar skýrslu sína á herhvöt til bjargar framtíð íslensku þjóðar-
innar:
Það, sem mestu máli skiptir, í þessu sem öðru, er að hver einstaklingur geri
skyldu sína, að hér skapist sterkt almenningsálit, sem krefst þess að íslenzkt
þjóðerni, íslenzk menning og íslenzk tunga verði vernduð, að Islendingar
verði framvegis sjálfstæð menningarþjóð. Framtíð íslenzku þjóðarinnar er
fólgin í því einu, að æska landsins gleymi ekki þegnlegri skyldu við blóð sitt
og móðurmold. (634)
Þegar umræðan birtist líkt og hún gerir hér er spurning hvort hún tengist
ekki hræðslu um pólitíska framtíð Islands vegna hernámsins og nýrrar
stöðu mála. Stafar þessi mikli áhugi á konum á stríðsárunum ekki af því að
verið er að finna blóraböggul? Það gæti skýrt furðulega röksemdafærsluna,
öllum ráðum er beitt til að komast að fyrirfram ákveðinni, réttri niðurstöðu.
Það er eftirtektarvert hvernig karlar halda sér utan við og hvernig þeir
skilgreina sig sem eftirlitsmenn. En þó er kannski eftirtektarverðara hvernig
breski herinn er firrtur allri ábyrgð. Hermann Jónasson forsætisráðherra
fann sig knúinn til að
207