Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 91
Konan, draumurinn og dátinn einkenni á eðli þeirra og við hernámið tók hún völdin. Konur fengu það sem þær vildu með kynferðissamneyti við hermenn og frásögnin af konu skósmiðsins sýnir að þetta tengist ofbeldi. Obeint er verið að segja að konur vilji láta kúga sig. Við skulum nú athuga hvernig viðtökur bókin hlaut, hvernig hún var túlkuð og hvaða samhengi það sýnir við það sem fram hefur komið. Norðan við stríð var vel tekið þegar hún kom út. Bókin virðist hafa selst vel, önnur prentun kom fljótlega, og gagnrýnendur dagblaðanna völdu hana bestu bók ársins 1971; Indriði hlaut Silfurhestinn. Gagnrýnendum fannst sagan góð sem heimild. Andrés Kristjánsson segir í Tímanum að Norðan við stríð sé ásamt 79 af stöðinni og Landi og sonum . . . merkasta og mikilvægasta bókmenntaframlag og nærfærnasta heimild, sem þjóðin á enn um einhverja mestu fardaga, sem hún hefur lifað og hamskipti, sem urðu í sársaukafullri áraun á fjórða og fimmta áratugi tuttug- ustu aldar. (Tíminn 18. 12. 1971) Jóhann Hjálmarsson segir í ræðu er hann flutti við afhendingu Silfur- hestsins að sagt sé frá samskiptum Islendinga og setuliðsins af vægðarlausu raunsæi (Mbl. 15. 1. 1972). Og Árni Bergmann sem þó er ekki að fullu sáttur við efni sögunnar, hann hefði viljað meiri umfjöllun um aðrar hliðar hernámsins eins og hermang, gervivinnu og andóf, telur að sagan sé . . . í heild mjög sennileg lýsing á stað og stund, — í henni er mikið safn af persónum, atvikum og skrýtlum, sem hver um sig virðist fyllilega standast prófun. (Þjv. 18. 12. 1971) Þó sé ekki hægt að segja að hún bregði upp nýju og óvæntu ljósi á atburði heimsstyrjaldarinnar á Islandi né setji afleiðingar þeirra í stærra samhengi. En hún sé haglega gerð sem annáll sýnilegra atburða. (op. cit.) Persónulýsingar hljóta góða dóma. Andrés Kristjánsson segir að hver gerð fái sinn fulltrúa, allir þekki þetta fólk en þeim kynnum fylgi ekki lengur nein fordæming og síst af öllu setji höfundur sig í dómarasæti: Þegar böndunum er . . . allt í einu svipt af, hömlur vana og hefðar bresta, og mannskepnan stendur allt í einu andspænis nýjum ögrunum eða nýjum tækifærum, bregzt hver og einn við á sinn hátt í samrœmi við eðli sitt og áunnið lífsmat. (Tíminn 18. 12. 1971) [Leturbreyting mín]. 209
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.