Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 92
Tímarit Máls og menningar Hlutur kvenna er ekki gagnrýndur, frekar er vakin athygli á lýsingu þeirra og tekið undir hana með því að koma með einkunnir um konurnar í formi lýsingarorða og umsagna þegar sagt er frá persónum. A þann hátt er aukið á fordómana. Þannig segir Arni Bergmann að í sögunni fari: . . . húsfreyjur á angurværum aldri, ómeðvitað þyrstar í huggarann. [Halla Falkon og kona skósmiðsins] Glaðar konur og lausar í buxunum, eins og Smiðjusystur, sem vonast til manneskjulegrar upphefðar og frúarstands með hermönnum . . . Meysysturnar Manfreðs, sem vísuðu á bug allri léttúð, en gátu ekki lengur sofið fyrir þeim fiðringi, sem settist að þeim með tilhugsun um það, hvað hefði getað gerzt ef þær hefðu farið á Bretaballið hneykslanlega. (Þjv. 18. 12. 1971) Og Eysteinn Þorvaldsson segir Indriða hafa aukið hróður sinn með þessari sögu. Hún sé skemmtileg aflestrar, frásögnin sé mótuð af mann- legum, góðlátlegum og glettnum stíl, atburðarás sé hröð og persónulýsingar yfirleitt vel heppnaðar: Þær Manfreðssystur eru „af góðum stofni“ og lifa á arfi sínum. Lýsing þessara siðlátu piparkerlinga er bráðsnjöll, en með siðavendni sinni stinga þær í stúf við flestar aðrar kvenpersónur sögunnar. Lilja Nikulásdóttir er reyndar dyggðug ungfrú þrátt fyrir þátttöku í „ástandinu“. En jómfrúrlýsing hennar er hlaðin ofurviðkvæmni, enda Norsarinn hennar slíkt dyggðaljós að ástar- saga þeirra rennur út í óskemmtilega væmni. Flestar konur sögunnar, giftar sem ógiftar, eru aftur á móti vergjarnar í meira lagi, og svo mjög heillast kvenfólk nyrðra af hermönnunum að ekki þarf nema súkkulaði og bifhjóla- gný til að örva ásthneigð þeirra. Kræfastar eru þær Smiðjusystur, einkum Imba, sem á ástarleiki á hinum ólíklegustu stöðum. En allar ástarlífslýsingarn- ar eru furðu álappalegar. Höfundi virðist ekki sýnt um að lýsa slíkum atvik- um, og er það varla vanzalaust svo mikið rúm sem þau taka þó í sögunni. (Skírnir 1972, 226) Viðbrögð gagnrýnenda þegar bókin kemur út sýna kannski einna best hversu fastmótað viðhorfið er til kvenna. Sagan sem Indriði segir af her- námsárunum og sem er hugsuð af honum sem útskýring fyrir framtíðina á aðdraganda nútímasamfélags á Islandi er samþykkt án andmæla. Og það þó sagan gangi út frá því að konur njóti hernámsins og skýringarinnar sé að leita í eðli þeirra. Þetta virðist því vera nokkuð almenn söguskoðun. 210
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.