Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 92
Tímarit Máls og menningar
Hlutur kvenna er ekki gagnrýndur, frekar er vakin athygli á lýsingu
þeirra og tekið undir hana með því að koma með einkunnir um konurnar í
formi lýsingarorða og umsagna þegar sagt er frá persónum. A þann hátt er
aukið á fordómana. Þannig segir Arni Bergmann að í sögunni fari:
. . . húsfreyjur á angurværum aldri, ómeðvitað þyrstar í huggarann. [Halla
Falkon og kona skósmiðsins]
Glaðar konur og lausar í buxunum, eins og Smiðjusystur, sem vonast til
manneskjulegrar upphefðar og frúarstands með hermönnum . . .
Meysysturnar Manfreðs, sem vísuðu á bug allri léttúð, en gátu ekki lengur
sofið fyrir þeim fiðringi, sem settist að þeim með tilhugsun um það, hvað
hefði getað gerzt ef þær hefðu farið á Bretaballið hneykslanlega. (Þjv. 18. 12.
1971)
Og Eysteinn Þorvaldsson segir Indriða hafa aukið hróður sinn með
þessari sögu. Hún sé skemmtileg aflestrar, frásögnin sé mótuð af mann-
legum, góðlátlegum og glettnum stíl, atburðarás sé hröð og persónulýsingar
yfirleitt vel heppnaðar:
Þær Manfreðssystur eru „af góðum stofni“ og lifa á arfi sínum. Lýsing
þessara siðlátu piparkerlinga er bráðsnjöll, en með siðavendni sinni stinga þær
í stúf við flestar aðrar kvenpersónur sögunnar. Lilja Nikulásdóttir er reyndar
dyggðug ungfrú þrátt fyrir þátttöku í „ástandinu“. En jómfrúrlýsing hennar
er hlaðin ofurviðkvæmni, enda Norsarinn hennar slíkt dyggðaljós að ástar-
saga þeirra rennur út í óskemmtilega væmni. Flestar konur sögunnar, giftar
sem ógiftar, eru aftur á móti vergjarnar í meira lagi, og svo mjög heillast
kvenfólk nyrðra af hermönnunum að ekki þarf nema súkkulaði og bifhjóla-
gný til að örva ásthneigð þeirra. Kræfastar eru þær Smiðjusystur, einkum
Imba, sem á ástarleiki á hinum ólíklegustu stöðum. En allar ástarlífslýsingarn-
ar eru furðu álappalegar. Höfundi virðist ekki sýnt um að lýsa slíkum atvik-
um, og er það varla vanzalaust svo mikið rúm sem þau taka þó í sögunni.
(Skírnir 1972, 226)
Viðbrögð gagnrýnenda þegar bókin kemur út sýna kannski einna best
hversu fastmótað viðhorfið er til kvenna. Sagan sem Indriði segir af her-
námsárunum og sem er hugsuð af honum sem útskýring fyrir framtíðina á
aðdraganda nútímasamfélags á Islandi er samþykkt án andmæla. Og það þó
sagan gangi út frá því að konur njóti hernámsins og skýringarinnar sé að
leita í eðli þeirra. Þetta virðist því vera nokkuð almenn söguskoðun.
210