Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 98
Tímarit Máls og menningar
beri engan skaða af slíku hliðarspori."
(207). Og hann hegðar sér í samræmi við
það. Ingunn stóð honum manna næst,
hann gat við henni barn, en mikilvægara
varð að „standa vörð um reikula sjálfs-
ímynd mína“ gegn foreldrum hennar
(112). Hjördísi, sem hann tók í stað
Ingunnar og hefur búið með í storma-
sömu sambandi, kúgar hann af enn meiri
þrótti og nautn en Halldór sínar konur.
Ofbeldisatriðin, er Pétur lúskrar á Hjör-
dísi, eru firna vel gerð; hvernig tvinnað
er saman kvalalosta, kynæsingu, sjálfs-
fyrirlitningu og sjálfsvorkunn, en þrátt
fyrir það laumað að þeirri skoðun að
það sé konan sem beri ábyrgðina á bar-
smíðunum, hún leggi fram forskriftina.
„Jæja, þú hafðir það af, segir hún nánast
sigri hrósandi og hefur á loft blæðandi
tromp sitt.“ (67, ennfr. 66, 199). Pétur
fór til Kaupmannahafnar án þess að láta
Hjördísi vita, átti þar ástarævintýri, kom
heim og lét verða sitt fyrsta verk að
reyna að komast í ból Aðalbjargar, en
hann ætlar sér alls ekki að sleppa því sem
hann hefur. „Þú sleppur aldrei frá mér
Hjördís," segir hann með tárin veltandi
niður kinnarnar eins og steinhnull-
unga og kýlir hana í miðstöðvarofn-
inn (199).
En þó Hjördís telji sig vera búna að fá
nóg og hafi sótt um skilnað ver hún samt
Pétur enn (165). Og hún leyfir Páli sál-
fræðingi að halda sama striki. Frásögnin
af auðmýkingu Hjördísar er Páll neyðir
hana til samræðis við sig (167) gæti þó
fullt eins verið óskhyggja Péturs, því
hann er haldinn sjúklegri afbrýðisemi
gagnvart Páli. Að minnsta kosti svipar
orðum þeirra oft saman undir líkum
kringumstæðum: „Ef fólk er ekki sjálft
fært um að taka ákvarðanir verður ein-
hver að gera það fyrir það,“ (65) segir
Pétur Hjördísi; „ . . . stundum vita aðrir
betur en maður sjálfur hvað maður segir
og hugsar,“ (165) segir Páll þegar Hjör-
dís tekur leiðbeiningum hans ekki nógu
vel. — Skiptir kannski litlu hvert nafnið
er, Pétur eða Páll — Halldór — Guðni
eða Robbi, rustalegt oflæti og kvenfyrir-
litning flestra karlmanna bókarinnar,
sem lesandi sér síðan færast yfir á Har-
ald, son Ingunnar og Péturs, er hið
sama, rótgróið gegnum aldirnar, og ekk-
ert virðist geta breytt því. — Má í því
sambandi benda á það kátlega fyrirbæri
sem margir karlhöfundar iðka af mikilli
list, en það eru olnbogaskotin í kvenhöf-
unda, og er Pétur þar engin undantekn-
ing. Að vísu þóttu mér skotin í gegnum
Guðna, bókaútgefandann, sem verður
sama karlmyndin og hinar fyrri þó í
sterkari litum sé, bæði óþörf og trufl-
andi við lesturinn (145, 151); mun
skemmtilegra var það sem Pétur læðir
sjálfur að síðar:...listamennirnir . . .
hvað eru þeir annað en tippi sem
skreppa saman í kuldagjóstri?" (173).
En það er í Ingunni sem mótvægi
kemur fram við hinar hefðbundnu kven-
legu ímyndir sem Guðrún, Aðalbjörg og
Hjördís eru. Og er það ef til vill fyrst og
fremst í frásögnum Péturs af henni — og
Hjördísi eins og áður var nefnt — sem
tortryggni mín vaknar. Ingunn giftist
Marteini, er Pétur hafði látið hana lönd
og leið. „Ingunn búin að gánga af Mar-
teini dauðum?“ (18), á þessari spurningu
Péturs er hamrað með ýmsum tilbrigð-
um út alla bókina. Mikil áhersla er einn-
ig lögð á að sýna að Marteinn sé Ingunni
ekki samboðinn. „Eiginkonan, segja
samkennararnir . . . ótrúlegt að hann
skuli hafa náð í þessa konu.“ (36).
„Hann er heimskur!“ segir Haraldur
sem líkist föður sínum meir og meir
(52). Það var heimskulegt, segir Pétur
við Ingunni að „þú skyldir ætla að ná
216