Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Page 99
þér niðri á mér með því að taka Martein að þér,“ (108) og virðist sjá í henni nýja Snæfríði Islandssól. „Eg tók hann ekki að mér,“ svarar Ingunn, „það mætti jafn- vel færa rök að því að hann hafi tekið mig að sér.“ (108). En þessi skýring Ingunnar, sem er að mínu viti mun trú- legri, breytir í engu afstöðu Péturs, hann er trúr sínu róli allt til bókarloka. Ing- unn er gáfuð kona, andlega jafnt sem efnalega sjálfstæð, óhrædd við að takast á við hlutina og getur jafnvel á stundum orðið allt að því miskunnarlaus. Slík kona dröslast ekki með eiginmann árum saman sem hún lítur niður á, hvorki af hefnigirni né meðaumkun, og mun auð- veldari leiðir eru til að koma barnfóstr- unarmálum á fastan grundvöll en að fleygja sér í hjónaband (sbr. 38—39). Það gerir ekki kona sem veit að „Þegar dagurinn á morgun hættir að vera nýr möguleiki og dagurinn í dag verður ná- kvæm afsteypa af gærdeginum og maður sér ekki lengur ástæðu tilað breyta sjálf- um sér, afla sér nýrrar þekkíngar eða færa út persónuleg landamerki sín, þá er maður dauður." (122). Þess vegna kemur þetta hvort tveggja illa heim og saman við áhyggjur Ingunn- ar af þeim Marteini og sáttatilraunir hennar sem hann fæst ekki einu sinni til að svara (25—27, 31, 53—54). Ekkert bendir til að Ingunn hafi verið óánægð í hjónabandinu með Marteini fyrr en hann breyttist og vill ekkert samband hafa við hana. Ingunn var draumadís Marteins, hafin yfir alla gagnrýni, eins konar yfirnáttúrulegt fyrirbæri, en draumadísirnar vilja — því miður — glata ljómanum í margra ára hjónabandi, og klíkan segir honum líka að Ingunn sé á rangri leið. Allt umhverfið segir hon- um að hún sé á rangri leið. Og að hún beiti hann ofríki (t. d. 161, 177 o. v.). Umsagnir um bœkur En hvers vegna er Ingunn á rangri leið? Hvað gerir hún rangt? „Kvenfólk á að vera heima hjá sér,“ hreytir Haraldur, sonur hennar, í hana (52), og bergmálar þá um leið skoðun karlmanna bókarinnar, sem þeir klifa sífellt á, og reyndar konurnar trúa líka hálft í hvoru. Hjónabandsvandræði stafa fyrst og fremst af því að kvenfólkið tollir ekki heima hjá sér, og vinnur svo að auki oft afbrigðilegan vinnutíma (t. d. 21, 31, 34, 51-52, 152 o. v.). Ingunn er vaxandi leikkona og leik- stjóri og hún tekur starf sitt alvarlega. Gefur því jafnvel forgang ef því er að skipta. Slíkt fer sjaldnast vel. Marteinn og Haraldur gera henni lífið leitt heima fyrir, Pétur ýfir upp gömul sár, Halldór og Aðalbjörg leika sinn hráskinnaleik beint framan í Guðrúnu án þess að Ing- unn fái nokkuð að gert, það er komið að frumsýningu, eitthvað er að láta undan, eins og opnast hafi bullandi hverauga í brjóstinu sem sýður í og vellur (56). Ingunn virðist staðráðin í að kalla fram uppgjör hvað sem það kostar. Hún tek- ur Pétur með sér upp í sumarbústað þótt hún viti — eða kannski einmitt af því hún veit — að Marteinn eltir. Það á að gera upp gamla hluti og nýja. En af vítaverðu siðleysi og eigingirni treður Pétur sér inn á heimili þeirra daginn eftir í fylgd með Marteini, þrátt fyrir bann Ingunnar. Það endar með sprengingu. Pétur espar Martein gegn Ingunni þar til hann missir stjórn á sér og gengur ber- serksgang. Leiðin til glötunar verður hraðfarnari með hverri blaðsíðunni. Aðstæður þessa fólks voru ólíkar í æsku, en öll eru þau borgarbörn nema Marteinn, fæddur á Arnarstapa á Snæ- fellsnesi, með rætur fastar í jörð og sjó. Áhersla er lögð á hvernig „annesjalegt" útlit hans skein alltaf í gegn, hvaða gervi 217
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.