Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Síða 102
Tímarit Máls og menningar
móti þeim standa kvenmyndirnar með
Ingunni í fararbroddi, það eru þær sem
vísa veginn. „Og hvað um ástina?“ spyr
Guðrún (33), „Ég vil ekki lifa lengur
eins og skuggi . . . ég vil hafa góða sam-
visku af því að lifa þessu lífi,“ segir
Hjördís (62), „Maður verður að trúa á
eitthvað," segir Aðalbjörg. (74). En það
er Ingunn sem skynjar best veruleika
þeirra allra, hún stendur mitt á milli
ýktra karl- og kvenmynda sögunnar,
með eiginleika beggja sem hugsanlega
geta þroskast, og það er hún sem heldur
fast við hugsjón sína, hugmynd um
manninn gegn hugsjón villimennskunn-
ar (206). A sinn hátt gerir Marteinn það
líka, en trú hans var bundin klíkunni,
hugsjón hennar og draumi. Þess vegna
hljómar verknaður hans hærra en allur
orðaflaumurinn, gálgahúmorinn hverfist
í andstæðu sína, jarðsambandið er rofið.
Ekkert er eftir nema hugsjón Ingunnar.
Á henni hvílir framtíðin.
Það er sagt að góðar bækur þekkist á
því að þær megi lesa aftur og aftur og
alltaf finnist eitthvað nýtt. Sé það rétt þá
er þessi bók Ólafs Hauks Símonarsonar
um rithöfundinn Pétur og vini hans góð
bók. Við getum kallað Pétur og félaga
hvað sem við viljum, hvítvínssvelgi,
menningarvita, fúavarnarlið, hugsjóna-
legt flóttafólk eða einfaldlega leiðinda-
pakk, en það breytir ekki þeirri stað-
reynd að þau eru tákn ákveðins fyrir-
bæris sem ekki er auðveldlega hægt að
ganga fram hjá, þeirrar hugmyndalegu
kreppu sem reið yfir ungt fólk á vinstri
væng á síðari hluta 8. áratugarins og ekki
er enn séð fyrir endann á. Þeirrar
stöðnunar sem fylgdi í kjölfar hinna
sterku lífshræringa sem kenndar hafa
verið við fólkið sem stundum er nefnt
’68 kynslóðin. I Vík milli vina virðist
mér höfundur telja veikleika þeirra
hræringa hafa legið í því hvað hugsjón-
irnar og draumarnir voru óljósir, og
ómarkvissir og illa tengdir sögu og veru-
leika. Að minnsta kosti hér á norður-
slóðum. En vel að merkja: það er karl-
mannaheimur sem birtist í þessari bók,
heimur Péturs, og hann leiðir auðvitað
hjá sér kvenna- og friðarhreyfingar, hef-
ur trúlega skömm á þeim, ef hann hefur
þá veitt þeim athygli.
Skelfing er það annars dapurlegt hvað
lítið er orðið um sjarmerandi karlmenn
— í bókum á ég við. Karlaheimurinn
sem þar birtist er grár, kaldur og harður.
Upp í hugann koma bækur eins og Ung-
lingsvetur eftir Indriða G. Þorsteinsson,
Hjartað býr enn í helli sínum eftir Guð-
berg Bergsson og nú þessi, allt góðar
bækur, en lýsa í kjarna sínum hráköld-
um karlaheimi, þar sem ofbeldi og von-
leysi eru ríkjandi. — Engu að síður er
Vík milli vina að mörgu leyti skemmti-
leg aflestrar, í henni eru drepfyndnir
kaflar inn á milli eins og til dæmis fyrstu
skipti Halldórs, Péturs og Aðalbjargar
(89—90), Þjóðleikhúsþátturinn með
Guðmund í aðalhlutverki (169—172), að
ekki sé nú minnst á þátt Hafliða hús-
byggjanda (172—175 og 189 — 191) o. fl.
Málfar bókarinnar er eins og vænta
mátti lifandi og þróttmikið, samtölin
alltaf góð og stundum leiftrandi, og
hæfni höfundar til að leika með frasa og
klisjur aðdáunarvert. Þetta er ákaflega
vel unnin og heiðarleg bók að mínum
dómi.
Þessi bók fékk heldur óblíða umfjöll-
un gagnrýnenda er hún kom út og í
sjálfu sér kom það ekki á óvart, því
bókin fjallar um viðkvæm mál og hefur
að engu þær kröfur sem hljómað hafa
undanfarin ár, og hver bergmálar eftir
öðrum, um eitthvað nýtt og skemmti-
legt, og því síður gefur hún þau skýru
220