Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Side 107
Lási og Heiða sitja uppi með krakka
sem þau þurfa stöðugt að biðja einhvern
um að passa. Móður Heiðu finnst að
þeim Lása hefði ekki legið á að hella sér í
barneignir svona fljótt. Námið í tísku-
skólanum nýtist Heiðu ekki því hún
kemst ekki í fegurðarsamkeppnina. Það
kemur fram að Lási hefur alltaf verið á
móti kroppasýningum en lesandinn fær
ekkert að vita hvernig Heiðu verður við
þegar hún kemst að því að hún á von á
barni. Hún er sannfærð um að Lási hefði
getað orðið vélaverkfræðingur, en hann
er „bara“ í bifvélavirkjun og þar með
ekki eins efnileg fyrirvinna. Heiða fær
ekki mikið rými í sögunni, þó gerir hún
sér hugmyndir um hvað Lási hefði getað
orðið en virðist viljalaus um sína eigin
framtíð. Hvernig er með Evu, stelpuna
sem Elías bindur vonir við, eða aðrar
vinkonur Elíasar. Eru þær áhugalausar
um eigin framtíð eins og Heiða eða sjálf-
stæðar stelpur?
Nœsta bók
Svör við þeim spurningum sem vakna
um Elías og vinkonur hans fær lesand-
inn vonandi fljótlega í nýrri bók um
Elías.
Einnig er spennandi að vita hvernig
hjónaband Lása og Heiðu gengur því
Lási er vel sköpuð persóna af höfund-
arins hálfu og nauðsynlegt að fá að sjá
hvernig hann þróast. Elías áttar sig á því
að hjá Lása hefur kærasta breyst í konu
og kvartmílubíll í krakka og öfundar-
tónninn í garð hans hverfur. En hefur
Elías áttað sig á eigingirni Lása og lífsaf-
stöðu hans yfirleitt eða fer Elías sömu
leið og hann?
Segja má að sú mynd sem lesandi fær
af Elíasi sé nokkuð einhliða þar sem
áhugi hans og tilvera miðast nær ein-
göngu við tengsl hans við hitt kynið.
Umsagnir um btekur
Lesandinn er ekki mikið með Elíasi í
skólanum, við störf eða meðal kunn-
ingja. En grunur minn er sá að ungir
menn séu talsvert uppteknir af ungum
konum og þannig verður það vonandi
enn um sinn. Hann virðist hafa góðan
tíma til að Iáta sig dreyma dagdrauma
um elskuna sína. Hann þarf ekki að þvo
upp eða sinna öðrum skyldum á heimil-
inu. Höfundi fyrirgefst þetta þar sem
Elías er iðinn við að gæta litla frænda
síns en stelpur hafa fram til þessa fengið
að leika það hlutverk í barna og ung-
lingabókum.
Saga Elíasar er skemmtileg saga. Höf-
undi lætur létt að fá lesendur til að
brosa, en hann má gjarnan vera óragari
við tárin.
Guðbjörg Þórisdóttir
ATHUGASEMDIR VIÐ RITDÓM
Inngangur
Það þykir ekki góður siður höfunda að
svara gagnrýni á verk sín. Þó get ég ekki
látið hjá líða að gera athugasemdir við
umfjöllun Auðar Styrkársdóttur í Tíma-
riti Máls og menningar nr. 4, 1983, um
skýrslu mína sem fjallar um niðurstöður
félagsfræðilegrar spurningakönnunar og
var unnin á vegum Jafnréttisnefndar
Reykjavíkurborgar. I grein Auðar kem-
ur fram fjöldi rangfærslna, og umfjöllun
hennar er ákaflega illa undirbyggð, fljót-
færnisleg og gagnrýnt meira af vilja en
mætti. Virðist sem Auður hafi einsett sér
að skrifa mjög „harða“ gagnrýni, burt-
séð frá því hvort hún ætti rétt á sér eða
ekki. Verður þó ekki frekar fullyrt hér
um þær hvatir sem að baki þessum skrif-
um liggja, en þess í stað verður í 7 liðum
farið í gegnum hina löngu grein Auðar
og leitast við að andmæla rangfærslum
hennar.
225