Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Blaðsíða 109
intilgangur hennar. Að dómi Auðar var hins vegar óþarfi að leggja spurningalista fyrir fólk til að ná þessu markmiði. Hún segir: Nú er til aragrúi opinberra gagna sem varpa ljósi á þessa stöðu. Þau liggja hins vegar nokkuð á víð og dreif og félagsvísindafólk og aðrir sem áhuga hafa verða að leggja á sig nokkra vinnu við að safna þessum upplýsingum saman. Einkum á þetta við um stöðuna hin síðari ár þar sem ekkert manntal var tekið árið 1970. Manntal var hins vegar tekið árið 1980 og ættu niðurstöður úr því að liggja fyrir á næstu tveimur árum eða svo. Þessir erfiðleikar eru þó langt frá því að vera óyfirstíganlegir. Þjóð- hagsstofnun reiknar út árlega at- vinnuþátttöku eftir kyni, aldri og búsetu. Hagstofa Islands sendir upp- lýsingar til „Yearbook of Nordic Statistics“. Þá má nefna ritið „Hag- skýrslur Islands" sem Hagstofa Is- lands gefur út, ritin „Mannfjöldi, mannafli og tekjur" og „Vinnumark- aðurinn 1981“ sem Framkvæmda- stofnun gefur út og loks „Fréttabréf kjararannsóknarnefndar" sem gefur m. a. reglulega upplýsingar um vinnutíma þriggja starfstétta og eru verkakonur þar með. (bls. 464-465) Og ennfremur segir hún: Nú hefur skortur á heimildum ekki valdið því að þeir Kristinn og Þorbjörn kusu að beita spurningar- skráraðferðinni. Eins og ég vék að áður eru heimildir um stöðuna nú þegar tiltækar, og í skýrslunni er að- eins einu sinni vikið að annarri heim- Umsagnir um bækur ild en fyrri jafnréttiskönnun þeirra félaga. Fyrir þeim Kristni og Þor- birni hlýtur því að hafa vakað að athuga samspil hinna ýmsu þátta, sem hugsanlega kunna að valda því, að kynferði eitt og sér hafi afgerandi áhrif á félagslega hegðan. (bls. 465) Þetta er einstakur málflutningur og svo gæti virst, sem að baki lægi yfirgrips- mikil þekking á tiltækum tölfræðilegum heimildum. Raunin er þó allt önnur: Auður hefur sáralitla hugmynd um hvað hún er að fara. Það sem hún veit er að manntal var tekið á Islandi 1980 (það var reyndar tekið 1981) og manntal var ekki tekið 1970, hún þekkir nöfn á nokkrum skýrslum og stofnunum, en lengra nær þekkingin ekki. Hún kann lítil skil á efni þessara skýrslna, skáldar bara þar um eins og henni þykir henta. Mun ég nú gera frekari grein fyrir þessu, og taka fyrir þessar „uppsprettur“ upplýsinga um stöðu kynjanna, hverja fyrir sig. Fyrst er það Þjóðhagsstofnun og „ár- legur útreikningur hennar á atvinnuþátt- töku eftir kyni, aldri og búsetu". Hér er um að ræða, að á árunum 1963 til 1979 tók Þjóðhagsstofnun árlega úrtak skatt- framtala 2000 kvæntra karla af öllu land- inu. Jafnframt því sem unnið var úr upp- lýsingum um tekjur karlanna, voru tekj- ur eiginkvenna þeirra athugaðar og fjöldi þeirra sem höfðu tekjur. Þar kem- ur ekkert fram um aldur kvennanna, bú- setu þeirra, né skiptingu starfa þeirra á atvinnugreinar eða stéttir. Þessar upp- lýsingar gátu því ekki á neinn hátt kom- ið í stað þeirra sem aflað hefur verið með spurningakönnunum jafnréttisnefnda. I annan stað nefnir Auður til Hag- stofu Islands, sem hún segir að sendi upplýsingar til „Yearbook of Nordic 227
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.