Tímarit Máls og menningar - 01.04.1984, Qupperneq 109
intilgangur hennar. Að dómi Auðar var
hins vegar óþarfi að leggja spurningalista
fyrir fólk til að ná þessu markmiði. Hún
segir:
Nú er til aragrúi opinberra gagna
sem varpa ljósi á þessa stöðu. Þau
liggja hins vegar nokkuð á víð og
dreif og félagsvísindafólk og aðrir
sem áhuga hafa verða að leggja á sig
nokkra vinnu við að safna þessum
upplýsingum saman. Einkum á þetta
við um stöðuna hin síðari ár þar sem
ekkert manntal var tekið árið 1970.
Manntal var hins vegar tekið árið
1980 og ættu niðurstöður úr því að
liggja fyrir á næstu tveimur árum eða
svo.
Þessir erfiðleikar eru þó langt frá
því að vera óyfirstíganlegir. Þjóð-
hagsstofnun reiknar út árlega at-
vinnuþátttöku eftir kyni, aldri og
búsetu. Hagstofa Islands sendir upp-
lýsingar til „Yearbook of Nordic
Statistics“. Þá má nefna ritið „Hag-
skýrslur Islands" sem Hagstofa Is-
lands gefur út, ritin „Mannfjöldi,
mannafli og tekjur" og „Vinnumark-
aðurinn 1981“ sem Framkvæmda-
stofnun gefur út og loks „Fréttabréf
kjararannsóknarnefndar" sem gefur
m. a. reglulega upplýsingar um
vinnutíma þriggja starfstétta og eru
verkakonur þar með.
(bls. 464-465)
Og ennfremur segir hún:
Nú hefur skortur á heimildum
ekki valdið því að þeir Kristinn og
Þorbjörn kusu að beita spurningar-
skráraðferðinni. Eins og ég vék að
áður eru heimildir um stöðuna nú
þegar tiltækar, og í skýrslunni er að-
eins einu sinni vikið að annarri heim-
Umsagnir um bækur
ild en fyrri jafnréttiskönnun þeirra
félaga. Fyrir þeim Kristni og Þor-
birni hlýtur því að hafa vakað að
athuga samspil hinna ýmsu þátta,
sem hugsanlega kunna að valda því,
að kynferði eitt og sér hafi afgerandi
áhrif á félagslega hegðan.
(bls. 465)
Þetta er einstakur málflutningur og
svo gæti virst, sem að baki lægi yfirgrips-
mikil þekking á tiltækum tölfræðilegum
heimildum. Raunin er þó allt önnur:
Auður hefur sáralitla hugmynd um hvað
hún er að fara. Það sem hún veit er að
manntal var tekið á Islandi 1980 (það var
reyndar tekið 1981) og manntal var ekki
tekið 1970, hún þekkir nöfn á nokkrum
skýrslum og stofnunum, en lengra nær
þekkingin ekki. Hún kann lítil skil á efni
þessara skýrslna, skáldar bara þar um
eins og henni þykir henta. Mun ég nú
gera frekari grein fyrir þessu, og taka
fyrir þessar „uppsprettur“ upplýsinga
um stöðu kynjanna, hverja fyrir sig.
Fyrst er það Þjóðhagsstofnun og „ár-
legur útreikningur hennar á atvinnuþátt-
töku eftir kyni, aldri og búsetu". Hér er
um að ræða, að á árunum 1963 til 1979
tók Þjóðhagsstofnun árlega úrtak skatt-
framtala 2000 kvæntra karla af öllu land-
inu. Jafnframt því sem unnið var úr upp-
lýsingum um tekjur karlanna, voru tekj-
ur eiginkvenna þeirra athugaðar og
fjöldi þeirra sem höfðu tekjur. Þar kem-
ur ekkert fram um aldur kvennanna, bú-
setu þeirra, né skiptingu starfa þeirra á
atvinnugreinar eða stéttir. Þessar upp-
lýsingar gátu því ekki á neinn hátt kom-
ið í stað þeirra sem aflað hefur verið með
spurningakönnunum jafnréttisnefnda.
I annan stað nefnir Auður til Hag-
stofu Islands, sem hún segir að sendi
upplýsingar til „Yearbook of Nordic
227