Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 12
Einar Már Jónsson Hugarfarssaga 1. Sú grein sagnfræðinnar, sem nefnd hefur verið „hugarfarssaga", er af frönskum uppruna, og var hún skilgreind og mótuð þar í landi, þótt Frakkar hafi síðan viljað flokka undir hana verk ýmissa erlendra sagnfræð- inga. Annars staðar hafa menn fremur fengist við það sem kallað hefur verið „menningarsaga" og „hugmyndasaga" — og hafa þessi orð verið notuð mjög almennt á íslensku — en þær greinar sagnfræðinnar eru þó að nokkru leyti annars eðlis. Þegar sagnfræðingar utan Frakklands fást nú beinlínis við hugarfarssögu (og nota það orð), eru þeir gjarnan undir nokkuð augsýni- legum frönskum áhrifum og vísa þá til franskrar hefðar og fyrirmynda. Ef menn vilja gaumgæfa hugarfarssögu, skilgreiningu hennar, eðli og vanda- mál, er því best að byrja á að líta á þróun hennar og stöðu innan franskrar sagnfræðihefðar og huga að því hvað er tengt frönskum séraðstæðum og hvað hefur almennara gildi. Eins og hugarfarssagan er nú tíðkuð í Frakklandi er hún angi af þeirri víðkunnu hreyfingu í sagnfræði, sem kennd er við tímaritið Annála, og má segja að erfitt sé að skilja hana frá þróun og sveiflum þeirrar hreyfingar. Fyrsta kynslóð Annála-hreyfingarinnar, frá því að tímaritið var stofnað 1929 og fram á heimsstyrjaldarárin, skipti sagnfræði í tvær megingreinar: „atburðasögu" annars vegar og „efnahags- og þjóðfélagssögu“ hins vegar. Munurinn var sá að „atburðasagan", sem þessir sagnfræðingar fordæmdu að miklu leyti, fjallaði einungis um mikilmenni sögunnar, stóratburði eins og styrjaldir, uppreisnir o. þ. h., og stjórnarfar sem þeim var tengt (konungs- vald, lýðræði og slíkt). „Efnahags- og þjóðfélagssagan“ fjallaði aftur á móti um almenning, líf hans og viðhorf, þjóðfélagsbyggingu, efnahagskerfi og strauma samfélagsþróunarinnar í breiðum skilningi. Yfirlýstur tilgangur tímaritsins Annála var þegar í byrjun að vinna þessari síðari grein sagnfræð- innar brautargengi. Sagnfræðingar fyrstu kynslóðar hreyfingarinnar gerðu ekki neinn sérstakan greinarmun á efnahags- og þjóðfélagssögu og hugar- farssögu, sem þá var fremur kölluð „menningarsaga", heldur höfðu þeir tilhneigingu til að setja þetta allt undir einn hatt og líta á það í sameiningu sem eins konar „heildarsögu“, — sem gæfi „heildarmynd" af þjóðfélaginu 410
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.