Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 105
/ ágústlok Lögregluþjónunum á götunum hafði líka fjölgað. Og það var eins og þögnin hefði breiðst út til umferðarinnar, því innan í skröltinu og hávaðanum var hljómlaus þögn. Maður skynjaði þetta í taugunum. „Það getur þó ekki verið komið í algert óefni,“ sagði ég við Winní. „Þá sæum við uppþot. Það yrðu mótmælagöngur með ræðuhöldum og ólátum. Allt væri öðruvísi umhorfs.“ Hún svaraði mér engu, því hún hafði lengi verið að velta einhverju fyrir sér. „Við skulum fara yfir á hinn bakkann," sagði hún allt í einu, „kannski getum við fengið einhverjar upplýsingar í skandínavísku ferðaskrifstofunni.“ Við fórum niður í neðanjarðarbrautina við Odeon. Lestin var troðfull og fólk stóð og las blöðin. Lest full af dagblöðum sem hristast þegar hún skröltir gegnum löng svört göng, augu renna í snöggum kippum yfir línurnar, kjálkar tyggja sóttkveikjurnar. En þegar við komum upp í sólskinið á torginu við óperuna var allt skyndilega allt öðru vísi, svo miklu bjartara og öruggara. Það glamp- aði á rauð sóltjöld, talandi fólksstraumurinn rann hjá og fyrir framan Café de la Paix var fjöldi velbúins fólks í áköfum samræðum. Ekki var annað að sjá en að allir töluðu enn á hægri Signubakka. Við gengum niður Avenue de 1‘Opéra og inn í ferðaskrifstofuna. Menn töluðu líka þar inni, margir hátt bæði á dönsku og sænsku. Danski skrifstofumaðurinn studdi báðum höndum á afgreiðsluborð- ið og útskýrði fyrir tveimur konum að það yrði ekkert stríð. „En það verður ekkert stríð,“ heyrðum við að hann sagði, „þið hafið orð mín fyrir því. Þetta er allt ástæðulaus ótti eins og í september. . . Dag- blöðin? Það er ekkert að marka blöðin. Þér hafið að minnsta kosti nægan tíma til umhugsunar. Komið þér bara á morgun eða hinn daginn. Eða í næstu viku. Það er nógu snemmt." — Og síðan sneri hann sér að sænskri konu og sagði það sama með sænskum hreim. Hann endurtók þetta bæði við þann þriðja og þann fjórða og studdi báðum höndum fast á afgreiðsluborðið til að stöðva strauminn af óttaslegnu fólki. Við Winní biðum ekki eftir því að röðin kæmi að okkur, heldur fórum aftur út úr skrifstofunni. „Þarna sérðu,“ sagði ég, „þetta er tóm ímyndun.“ Það glampaði á rauð sóltjöldin við þessa ríkmannlegu og breiðu götu og við heyrðum klið margra tungumála í loftinu. Hér gekk fólk af ólíku þjóðerni og talaði enn saman. Litlir drengir í bláum einkenn- 503
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.