Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 13
Hugarfarssaga
og þróun þess. Þrátt fyrir þessi viðhorf sýndu þeir hugarfarssögu sem slíkri
fullan sóma og sömdu grundvallarrit, sem verða að flokkast undir þá grein
fræðanna. Þegar árið 1924 gaf Marc Bloch, annar af frumkvöðlum tímarits-
ins Annála, t. d. út ritið Kraftaverkakonungarnir, um þá rótgrónu trú í
Frakklandi á miðöldum og síðar, að konungar landsins hefðu yfirnáttúru-
legan og heilagan kraft og gætu læknað sjúkdóma. A styrjaldarárunum gaf
hinn frumkvöðullinn, Lucien Febvre, síðan út tvö merk rit um trúarleg
viðhorf og trúartilfinningu á endurreisnartímanum, Vandamál trúleysis á
16. öld: trú Rabelais og Heilög ást, veraldleg ást.
En með annarri kynslóð Annála-hreyfingarinnar, sem kom fram upp úr
heimstyrjaldarárunum, varð nokkur stefnubreyting. Þessir sagnfræðingar,
sem voru yfirleitt á einhvern hátt lærisveinar Marc Bloch og Lucien Febvre,
leiddu hugarfarssögu hjá sér að mestu leyti og töldu hana jafnvel hæpna og
vafasama, en lögðu þeim mun meiri áherslu á annan hluta „arfleifðarinnar“
frá lærifeðrunum, hreina efnahags- og þjóðfélagssögu. I meðferð þeirra varð
þessi grein sagnfræðinnar reyndar mjög breið og fjallaði ekki aðeins um
efnahagskerfið heldur líka um þjóðfélagsmál í víðum skilningi og líf almenn-
ings, og í einum þætti hennar, fólksfjöldasögunni, var gjarnan vikið að
viðhorfum og tilfinningum manna á fyrri öldum. A hinn bóginn höfðu
sagnfræðingar þessarar kynslóðar tilhneigingu til að líta svo á að efnahags-
lífið réði þjóðfélagsþróuninni og væri grundvöllur hennar, en önnur fyrir-
bæri mótuðust af efnahagskerfinu og væru einungis „yfirbygging".
Astæður þessarar stefnubreytingar voru vafalaust margvíslegar. Því má
ekki gleyma að Annála-hreyfingin hófst í Strassburg, þar sem Lucien
Febvre og Marc Bloch voru báðir háskólakennarar, og mótaðist í byrjun af
þýskri sagnfræðihefð, þar sem rík áhersla var lögð á að rannsaka „heims-
mynd“ (Weltanschauung) hvers tímabils. Þegar önnur kynslóðin var að
mótast og ryðja sér til rúms hafði hreyfingin hins vegar flust til Parísar, þar
sem andrúmsloft og aðstæður voru talsvert öðruvísi, og jafnframt urðu
straumhvörf í frönsku þjóðlífi eftir heimsstyrjöldina. Philippe Ariés hefur
rakið viðhorf þessara sagnfræðinga til þeirra öru breytinga sem urðu á
áratugunum eftir stríðslok: þá var einangrun Frakklands rofin, iðnvæðing-
unni fleygði fram, borgir stækkuðu og efnahagsframfarir voru meiri en áður
voru dæmi um. Þess vegna hafði sagnfræðingum verið tamt að líta svo á að
efnahagsþróunin réði öllu og þau fyrirbæri, sem hugarfarssagan fjallaði um,
skiptu harla litlu máli í rás sögunnar, þau væru ekki annað en „forneskja",
sem hefði tafið fyrir „þróuninni", og þar að auki væri tæplega hægt að
rannsaka þau á vísindalegan hátt.
Við þessar sérstöku þjóðfélagsaðstæður, sem mótuðu viðhorf bæði sagn-
fræðinga og annarra, bættust svo áhrif marxisma og dólgamarxisma, sem átti
411