Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 55
Bernskan í hugarfarslegu Ijósi
afhenda börnin um tíma brjóstamæðrum gegn gjaldi. (Meckel 1984:422—3)
Þetta á ekki síst við um hinn tíða ungbarnadauða sem hefur verið
rannsakaður svo gaumgæfilega og afskiptaleysiskenningin hefur verið reist á
öðru fremur. Kenningin stenst ekki þegar tekið er tillit til efnalegra báginda
og ríkjandi trúarlífsskoðunar 17. og 18. aldar manna. Venjulegir foreldrar
litu sem sé á ungbarnadauða sem andlega og efnalega frelsun — frelsun
undan eymd jarðlífsins. (Loftur Guttormsson 1983b:187—9; Wilson
1984:193) Þetta viðhorf til dauðans var hluti af huggunarríkri forlagatrú sem
var svo samgróin hugarfari almennings að hún markaði hugsunarhætti þessa
tímabils farveg.
Ut frá almennum hugsunarhætti þessa tíma verður jafnframt skiljanlegt
hvers vegna almúginn hélt fast við áðurnefndar uppeldisvenjur. Allt til
miðrar 18. aldar var því haldið fram án andmæla og stutt rökum lærðra
manna að nýfæddum börnum skyldi helst gefin kúamjólk. Menn trúðu því
að hún væri þeim hollari en móðurmjólkin. Fram að þessu var ekki nein
andstæða að þessu leyti milli „hugmyndafræði“ og „hugarfars". Andstæðan
kom ekki til sögunnar fyrr en talsmenn hins opinbera hófu áróður í anda
Upplýsingarinnar fyrir brjóstagjöf. Það er varla tilviljun að merki brjósta-
gjafar skyldi hafið á loft um svipað leyti og efnahags- og félagsleg skilyrði
fóru að skapast fyrir varanlegri fólksfjölgun. I anda þess sem Malthus
kenndi mætti segja að samfélagið hafi smám saman getað farið að losa sig við
þær „jákvæðu" hömlur sem ungbarnadauðinn var. I nafni nýrrar, „vísinda-
legrar“ skynsemi var hin lítt meðvitaða skýring almennings á hefðbundnu
ungbarnaeldi þá útmáluð sem skaðvænleg hjátrú.
Heimildir
Ariés, Philippe, 1960, L’enfant et la vie familiale sous l’Ancien régime. París. Ensk
þýðing 1962, Centuries of Childhood. Dönsk þýðing 1982, Barndommens
historie.
sami, 1983, „Mentalitetshistorie." Kultur og klasse 48:30—55.
Brándström, Anders og Jan Sundin, 1983, „Spádbarnsdödelighet och samhállsfor-
andring. Effekterna av spádbarnsvárd i ett lokalsamhálle pá 1800-tallet“ í:
Historica IV. Jyváskylá:213—26.
Burnett, John (ritstj.), 1982, Destiny Obscure. Autohiographies of Childhood,
Education and Family from the 1820s to the 1920s. London.
Duby, Georges, 1961, „Histoire des mentalités" í: Encyclopédie de la Pléiade (ritstj.
Charles Samaran). París:937—66.
Ferrarotti, Franco, 1983, „Biography and the Social Sciences." Social Research
50:57-80.
453