Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 91
Leynibókin
það er búið að láta ferma mig og ég get ábyggilega fengið að vita hvar
hann er.
Mamma sagði einusinni að hann var altaf í gamla daga að búa til vísur
og danslagategsta og svoleiðis fyrir löngu.
Hann er Verkstjóri fyrir norðan, og hann var líka á sjó og hann á tvö
börn sem eru hálfbróðir minn og hálfsystir mín eins og hún Nína
pína sem hann Jón Gestur á með Mömmu. Eg verð, af því að ég man
ekkert eftir þegar ég sá hann og ég var svo lítill þá.
Jón Gestur spyr mig stundum um skólann og ég veit ekkert hvað
hann vill vita. Það er ekkert mikið hægt að segja um neitt þar. Hann
er kennari sjálfur en hann kennir miklu stærri krökkum í fjölbrautar-
skólanum. Um daginn sagði hann að hann mundi reyna að fá að
vinna hjá stofnun í háskólanum kannski næsta hust. Hann sagði að
það væri miklu meira borgað og þau mundu þurfa svo mikla peninga
næsta vetur.
Um daginn var verið að tala um Jesús í biblíutímanum og þegar hann
var krossfestur og svoleiðis, og þá spurði kennarinn alt í einu hvað
var á skyrdag. Ég var búinn að þefa en bara svolítið, en ég heyrði
samt illa og var alveg að sofna því það var svo heitt í kennslustofuni,
en ég man að ég tók vel eftir því að hún sagði að það var þegar hann
Jesús drakk og borðaði brauð með lærisneiðunum. A prófinu get ég
ábyggilega svarað um það, ég er samt ekkert góður í biblíusögunum.
Mamma segir að alt sé satt sem sagt er um Jesús, og hún er svo trúuð
og kenndi mér að lesa bænir þegar ég var lítill og ég held að ég kunni
sumt ennþá. Ég hugsa að ég láti ábyggilega ferma mig og að allir
strákarnir í þessari blokk fari í fermingu. Mér finnst líka að Jesús og
þeir hafi verið alveg ókei, en Oggi segir að alt sé vitlaust í biblíusög-
unum og að Guð sé bara als ekki til.
Mér finnst oft slæmt að heyra ekki vel, en ég er líka misjafnt sem ég
heyri. Læknirinn í skólanum hann er nú bara alveg gaga, því ég sagði
honum frá að ég heyrði ekki vel og þá sagði hann bara að ég hlustaði
of mikið á háværa músík, en það er bara ekki satt. Ég hef aldrei hátt
nema stundum, als ekki alltaf.
489