Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 122
Tímarit Máls og menningar Orðið, málið, staðfestir vanmátt okkar en það felur líka í sér lausn þversagnar- innar. Við getum ummyndað sársauka okkar, unnið úr sársaukanum og tak- mörkununum og göfgað þannig mál okkar. Við getum gert orðið að gjöf, tákni um ást — tákni sem við getum aðeins gefið öðrum, ekki krafist af þeim. Guðmundur Andri í Sögunni allri vill ekki sætta sig við endurtekningarnar, gráma hversdagsleikans, hið forgengi- lega, hrörnunina og dauðann. Hann vill ekki að tíminn sé til og hann vill ekki horfast í augu við sín tilvistarlegu tak- mörk. Hann trúir ekki lengur sínum eigin skáldskap, því að hægt sé að „smíða veröld sem virkar, innan í veröld sem virkar ekki ...“. Saga hans af sér og foreldrunum sýnir líka, að það er í hinu ósagða, í því sem aldrei var sagt, eða því sem þagað var yfir sem „sannleikurinn" er fólginn. Og um leið og þessi sann- leikur er orðinn að orðum er hann orð- inn skáldskapur. Vantrú á orðunum, málinu, leiðir til þess að Guðmundur Andri vill ekki skrifa/vélrita. Hann vill ekki lifa „til ein- hvers sérstaks", hann vill bara lifa til að lifa. Hann þráir líf sem líkist hinni fullnægðu tilvist frumbernskunnar, þar sem enginn gerir kröfur af því enginn annar er orðinn til Dg þar af leiðandi er enginn aðskilnaður orðinn og engin orð sem tákna þann aðskilnað. En sögumað- ur getur ekki sagt sögu án orðanna, hann getur ekki einu sinni sagt frá andúð sinni á orðunum án þeirra. Jafnvel ást hans til barnsins, blíðan sem flæðir upp í honum yfir uppátækjum drengsins, er gleymd, horfin, á morgun ef hann skráir ekki tilfinningar sínar með orðunum. Og orðin staðfesta ekki aðeins þann að- skilnað sem orðinn er, þau geta komið í veg fyrir nýja aðskilnaði - eða skapað þá, í því liggur siðferðileg ábyrgð mannsins. Sögu Guðmundar Andra lýkur á minningunni um það þegar Hringur varð til. Þessi texti hefst á upphafsorð- um fagnaðarerindisins: En það bar til um þessar mundir ... Þrisvar ávarpar sögumaður „þig“; fyrst er það konan Bylgja sem við er átt, svo barnið Hring- ur. Sögumaður líkir líkömum þeirra Bylgju við tómt musteri og lokasetning- in er þessi: „Þú fylltir þennan kalda geim af lífi.“ Hver eða hvað er þetta þriðja „þú“? Hver eða hvað gerir lífið svo dýrmætt? Barnið? Barnið sem tákn? Tákn ástar- innar? Tákn hringsins, hring-rásarinnar, takmarkananna, sem sögumaður afneit- ar allan tímann — en höfundurinn vinn- ur úr af svo miklum þroska að saga hans verður „gjöf“. Post-modernismi? Danski gagnrýnandinn Torben Bro- ström segir að á níunda áratugnum sé skáldskapurinn aftur kominn til vegs og virðingar og hafi leyst „sannleikann" um þjóðfélagið af hólmi — í bili. Játninga- bækurnar séu orðnar að sjálfsævisögu- legum skáldsögum, skýrslubækurnar noti goðsagnir og aðrar bókmenntir sem heimildir, bókmenntir séu orðnar jafn mikilvægur efniviður og lífið sjálft. Meira að segja „raunsæið" er orðið post- modernískt, segir hann. Og nútímanum lýsir hann svo: Heildaráhrifin af skandinavísku skáldsögunni í dag eru þau, að hún hefur misst sakleysi sitt og trúir ekki á neitt. Minnst af öllu á sjálfa sig. Þess vegna er hún vettvangur sjálfs- íhugunar, með margfalda vitund og meðvituð um sinn eigin texta. Skáld- 520
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.