Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 67
Takmörkun giftinga eða einstaklingsfrelsi
aðeins merkingu í samhengi við heimsmynd þess sem við þeim tekur.24 Og
það er einmitt eitt áhugaverðasta verkefni í hugmyndasögu þessa tímabils að
kanna hvernig Islendingar reyndu að laga útlendar kenningar og hugmyndir
að sínum eigin hugarheimi. Þar voru íslenskir bændur ekki einungis hlut-
lausir þiggjendur. Víst er, að fulltrúar bænda komust í beina snertingu við
hugmyndir frjálshyggjunnar á þingi, en þar áttu sæti eitilharðir boðberar
hennar. Arið 1861 flutti Arnljótur Olafsson nokkrar snjallar ræður sem
boðuðu kenningar frjálshyggjunnar, enda var hann þá nýlega kominn úr
hagfræðinámi við háskólann í Kaupmannahöfn. Þar benti hann t. d. þing-
mönnum á að í raun og veru væri hið eilífa raus um ónauðsynjavörur
misskilningur einn. Samkvæmt kenningum „þjóðmegunarfræðinnar" væru
slíkar vörur ekki til. Það sem menn vildu kaupa álitu þeir sjálfir vera
nauðsynjar og enginn gæti í raun rengt þá skoðun.25 Einnig flutti hann á
sama þingi snjalla ræðu um atvinnufrelsi, sem ég reyndar vitnaði til fyrr í
þessari grein. Þar vildi hann losa um öll höft á vali manna á atvinnuvegi:
„Vinnan gengur þá að kaupum og sölum, sem hver annar kaupeyrir, og eg
er viss um, að því fer svo fjærri, að bóndinn hafi skaða á atvinnufrelsinu ...
Menn eru svo hræddir um, að allir lausamenn leggist í leti og ómennsku; en
er það hið rétta eður almenna eðli mannsins, að vera latur ónytjungur?“26
Svar Arnljóts var skorinort: Nei, því allir hafa hvöt til að auðgast. En
samþingmenn hans tóku þessum málflutningi heldur fálega. Guðmundur
Brandsson ásakaði hann um að misnota menntun sína með slíkum útúr-
snúningum og Benedikt Sveinsson kallaði hann sósíalista!27 Frjálshyggja
Arnljóts hrein því lítt á þingmönnum.
Annar frjálslyndur þingmaður var Jón Sigurðsson. Því miður er erfitt að
greina viðhorf hans í einstökum málum á þingi þar sem hann var lengstum
forseti og tók þess vegna ekki virkan þátt í almennum þingumræðum. I
aðsendri grein, sem birtist í Reykjavíkurpóstinum árið 1847 má þó sjá hvaða
skoðanir margir álitu hann hafa á atvinnufrelsi. Þar var sett á svið samtal á
milli lausamanns og Reykjavíkurpóstsins sem hittust á Hellisheiði. Gefum
lausamanninum orðið: „ ... ég vona bráðum að hver megi vera laus sem vill,
því svo kvað það vera erlendis. Ég hef það traust til hans Jóns Sigurðssonar
að hann stingi upp á því á alþingi, að sumri, ... “28 Hér gerir lausamaðurinn
Jóni upp svipaðar skoðanir og Arnljótur viðraði nokkrum árum síðar. Ekki
rættist þessi spá, enda gerði Jón sér fyllilega grein fyrir að slíkar hugmyndir
áttu lítinn hljómgrunn meðal íslendinga um miðja 19. öld. Arið 1859 gerðist
það svo að Jón hlaut ekki kosningu sem forseti alþingis vegna andstöðu
sinnar gegn niðurskurði kláðasjúks sauðfjár. A þessu þingi tók hann þátt í
umræðum sem óbreyttur þingmaður. Þá talaði hann í öreigagiftingamálinu
og lagðist eindregið gegn samþykkt þess, en ekki vakti mál hans mikinn
TMM V
465