Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 35
Hugarfarssaga nokkur dæmi til viðbótar við það sem áður var sagt um óttann. Lucien Febvre og lærisveinar hans hafa haldið því fram, að fyrr á öldum hafi hlutverkaskipting skynfæranna verið önnur en nú: á endurreisnartímabilinu hafi heyrnarskynið verið mikilvægast og síðan snertingin en sjónin komið langt á eftir. A seinni öldum hafi þessi afstaða breyst og hlutverk sjónarinn- ar aukist mikið á kostnað annarra skynfæra, uns hún var komin í öndvegi. Þessi kenning (sem m. a. hefur verið rökstudd með tilvísunum í líkingaval skálda) hefur verið umdeild, en hugmyndin er eigi að síður mjög athyglis- verð. I þessu sambandi má svo nefna annað, sem erfitt er að véfengja: á fyrri öldum voru stórborgir Evrópu mjög skítugar og illa þefjandi, án þess að það særði tilfinningar manna úr hófi, en á seinni hluta 18. aldar fór óþefurinn skyndilega að valda mönnum slíkum viðbjóði að rækilega var gengið fram í að hreinsa borgirnar. A allt öðru sviði mannlífsins má loks geta þess, að í ritum grískra heimspekinga kemur glögglega fram að fegurð ungra sveina vakti með þeim svipaða tilfinningu um æðri veruleika og óendanleika og menn á rómantíska tímabilinu fengu fremur við að hlusta á symfóníu eftir Beethoven eða horfa á sólarlag á reginfjöllum: öll „heimspeki Erosar" til forna byggðist á slíkri tilfinningu. 2) Næst má nefna viðhorf manna til einhverra ákveðinna atriða eða til umheimsins yfirleitt, þótt munurinn á þeim og tilfinningum sé ekki skýr. Gott dæmi um slíkt er það viðhorf, sem mjög var útbreitt í Evrópu á 18. öld, eins og Arthur O. Lovejoy hefur bent á, að á hverju vandamáli væri til einföld lausn og einungis fáfræði, hjátrú eða eiginhagsmunir kæmu í veg fyrir að menn fyndu hana: þetta viðhorf hafði mikil áhrif á heimspeki þessa tíma og síðan á forsprakka frönsku stjórnarbyltingarinnar. Annað dæmi er viðhorfið til sannleikans, sem getur verið harla breytilegt og jafnvel mót- sagnakennt á hverjum tíma eins og Paul Veyne hefur bent á; Steblin- Kamenskij hefur t. d. reynt að skilgreina viðhorf Islendinga á 13. öld til sögulegs sannleika í bók sinni Heimur íslendingasagna. 3) í þessu samhengi verður næst að telja mýtur í víðri merkingu, ekki aðeins goðsagnir, ef þær eru fyrir hendi, heldur líka alls kyns sögur og sagnamynstur, sem útbreidd eru á ákveðnum tíma. Gott dæmi um slíkt er einmitt sagnamynstrið um kvennaþjófana með svefnlyfið, sem kemur fram í ýmsum afbrigðum í hasarbókmenntum og flestir myndu afgreiða sem fáránlegan og marklausan hugarburð, — en gat þó valdið óskunda á götum úti. 4) Þegar hin ýmsu stig eru rakin eftir því hve skýrt þau koma fram, verða næst fyrir skoðanir og trúaratriði, sem sögð eru berum orðum en þó engan veginn alltaf á skipulegan hátt. Hér er um að ræða harla margvísleg fyrirbæri, sem spanna jafnt trú á framhaldslíf, skoðanir eins og þá að tmm iii 433
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.