Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar sterk ítök í frönsku menningarlífi á þessum sama tíma til góðs og ills. Samkvæmt þeim kenningum voru framleiðsluhættirnir hreyfiafl sögunnar og réðu því t. d. að „lénsskipulag“ tók við af „þrælahaldi“ og „kapítalismi“ síðan við af „lénsskipulagi", en fyrirbæri menningarlífsins voru lítið annað en afleiðingar framleiðsluháttanna. Þessar hugmyndir ýttu vitanlega undir þá tilhneigingu að draga fram efnahags- og þjóðfélagssögu á kostnað annarra greina sagnfræðinnar og gera þau vinnubrögð nánast að sáluhjálpar- atriði. A seinni hluta sjöunda áratugarins og byrjun hins áttunda varð enn stefnubreyting: þá var allt í einu eins og menn færu að snúa baki við efnahags- og þjóðfélagssögu eins og hún hafði tíðkast í nokkra áratugi. Þess í stað tóku sagnfræðingar, sem verða að teljast til þriðju kynslóðar Annála- hreyfingarinnar, að rannsaka hugarfarssögu. Hefur Philippe Ariés bent á, að þessi stefnubreyting hafi orðið, þegar hálfvelgja komst í trú manna á stöðuga efnahagsþróun og ný kynslóð tók að efast um að hún gæti leyst öll vandamál. Ymsir forsprakkar þessarar nýju stefnu höfðu byrjað sinn feril með því að fást við efnahags- og þjóðfélagssögu, stundum með góðum árangri: þannig hafði Georges Duby fyrst hlotið frægð fyrir mikið verk um franskan landbúnað á miðöldum, sem er tvímælalaust meðal merkustu sagnfræðirita síðustu áratuga, Jacques Le Goff hafði samið smárit og ritgerðir um kaupmennsku og vinnu á miðöldum og Emmanuel Le Roy Ladurie hafði varið mikla doktorsritgerð um bændur í Languedoc í byrjun nýju aldar. Reyndar höfðu þessir sagnfræðingar alltaf haft augun opin fyrir ýmsum þáttum hugarfarssögu, en stefnubreytingin var samt skýr. Eitt besta táknið um hana var kannske að Duby skyldi geta birt grein undir titlinum „ Lénsskipulagið, miðaldahugarfar" - slíkt hefði verið talið hin argasta goðgá á sjötta áratugnum. Meðal rita Dubys síðan má nefna Lögstéttirnar þrjár, um þjóðfélags- og stjórnmálaviðhorf á 11. og 12. öld og Konan, klerkurinn og riddarinn um viðhorf miðaldamanna til hjónabands. Fyrir utan merkar ritgerðir um hugarfarssögu gaf Le Goff út grundvallarrit um hugmyndir manna á miðöldum um hreinsunareld og framhaldslíf. Uppruni hreinsunareldsins, 1981, og Le Roy Ladurie gaf út ritið Montaillou 1975 um þjóðfélagsbyggingu og hugmyndaheim manna í samnefndu þorpi í Suður- Frakklandi í byrjun 14. aldar. Annað verk hans gefur e. k. þverskurð af hugarfari á 16. öld: Kjötkveðjuhátíðin í Romans, 1979. Sagnfræðingar úr ýmsum öðrum áttum hafa einnig tengst þessari nýju stefnu. Má t. d. nefna Philippe Ariés, sem hafði löngum verið sér á báti en var allt í einu staddur í straumnum miðjum, þegar hann gaf út rit sitt um viðhorf Vesturlandabúa til dauðans 1977 (Maðurinn andsprenis dauðanum), og heimspekinginn Michel Foucault, sem hafði birt þrjú bindi af sögu 412
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.