Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 130
Tímarit Máls og menningar
saklausan hátt sem leikur en snýst óðar,
líkt og ósjálfrátt, yfir í djúprætta alvöru
þar sem samband tveggja verður keppni
um yfirráð; keppni um vald. Annar aðil-
inn nær yfirhöndinni í þeirri andlegu
togstreitu, tapar þó sjálfstæðinu, en hinn
verður aumkunarverður betlari, í þessu
tilviki karlmaðurinn.
Vigdís sviðsetur söguna sem upprifj-
un stúlkunnar við jarðarför karlmanns-
ins. Hún ber nokkra sök á dauða hans;
fremur en sitja uppi með betlarann vill
hún halda reisn og sjálfstæði. Valið
stendur á milli seigdrepandi sambands
eða dauða karlmannsins. Dauða beggja
eða annars þeirra. Stúlkan sviðsetur
dauða karlsins en situr uppi með morð á
samviskunni. Ekki ýkja frumlegt efni í
sjálfu sér, en efnistökin eru gerólík
reyfurum sem helst fjalla um ástarmorð-
in. Astarsamband er skoðað frá mörgum
sjónarhornum, sumum óvæntum og allt
sagt á margræðu máli. A gagnorðan hátt
sýnir sagan ranghverfu ástarinnar og
kveikir um leið siðferðilegar grund-
vallarspurningar.
Síðari hluti sömu sögu, sem stendur
sér, sýnir aðra hlið ástar sem Iöngum
hefur verið hafin í æðra veldi. Móðurást-
inni fylgir líka togstreita, kvöl og innri
átök og höfundur spinnur hér vef hugs-
ana og drauma saman við þann kalda
raunveruleik sem setur sjálfri móðurást-
inni og allri ást skorður.
V
Listin er löng en lífið er stutt. Því er ekki
að undra að menn skuli reyna að búa um
sig í og verða partur af þeim eilífleika. Það
hefur verið eitt af einkennum tuttugustu
aldar bókmennta að sumar þær kröftug-
ustu fjalla einmitt um vanda skáldskap-
arins; um þau sérkenni lista sem gera
þær hæfar til þess að túlka flókinn heim.
Sögur Vigdísar eru þarna engin und-
antekning. Sumar þær listilegustu fjalla
um listirnar. Sagan Tónamir lœsa sig um
hann fjallar um karlmann sem fyrir til-
verknað píanóleiks er knúinn til átaka
við óþægilegar spurningar um líf sitt.
Máttugir tónarnir kalla fram rækilega
duldar myndir fortíðar; nákomnar
minningar verða lifandi. Hin listræna
upplifun knýr hann til hugsana, stöðva
flóttann undan fortíðinni sem var undir-
rót taugaveiklunar og óhamingju manns-
ins. Eins og einhverjir sjá þegar gætir í
þessari túlkun áhrifa bæði frá Aristótel-
esi, um kaþarsis-hreinsunarmátt listar-
innar, og frá Freud um sálrænar minn-
ingar sem undirrót veiklunar. Mikil saga
sögð í stuttu máli og feiknarlega vel
uppbyggð. Rækt höfundar við ýmis
smáatriði í upphafi skýrast síðar sem
mikilvægir þættir í persónulýsingu aðal-
persónunnar. Gott dæmi um skáldskap
þar sem hvert orð skiptir máli.
Myndlistin er hins vegar í forgrunni í
sögu sem ber þá táknrænu yfirskrift Og
sér í honum andlit sjálfrar sín. Saga um
myndlist og menn, full af táknum um
veruleik og fantasíu, hvaða list er
hverra? Um samspil listamanns við um-
hverfi sitt og hvernig listin eins og
springur út í þeirri glímu. Með öðrum
orðum er hér komið inná sjálfa tilurð
listarinnar, uppsprettu hennar í mönn-
um.
Síðasta saga bókarinnar er að mínu
mati sú besta og reyndar með betri smá-
sögum sem ég hef lengi lesið. Þar takast
á listin og náttúran í stórbrotinni glímu
orðs, tóna og náttúruhamfara; stílsett í
spili fiðludrengs á álagastað, litlu þorpi
sem er umlukt háum snævi þöktum fjöll-
um. A hnitmiðaðan hátt lýsir höfundur
þeirri spennu sem hreiðrar um sig í huga
528