Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 63
Takmörkun giftinga eða einstaklingsfrelsi
stefnu á Islandi með Þórð Jónasson assessor í broddi fylkingar. Hann hefur
hins vegar hlotið þann sess í Islandssögunni að hafa verið „hægfara embætt-
ismaður" sem „hafði illan bifur á þróun mála heima og erlendis."11 Þessi
dómur Olafs Oddssonar um Þórð er byggður á framgangi hans í norður-
reiðarmáli Skagfirðinga. Hér virðist málið komið í hnút, embættismaðurinn
var í forsvari frjálslyndis á þingi á sama tíma og hann stýrði her afturhalds-
ins gegn þessum sömu hreyfingum utan þings.
Eg held að hér verði að leita nærtækari skýringa, ekki síst vegna þess að
margir þeirra er studdu framgang málsins á þingi 1859 höfðu hafnað því
eindregið tíu árum áður. Við verðum að gera okkur grein fyrir að hjóna-
bandið í gamla samfélaginu var hagstjórnartæki — þótt það væri bæði
seinvirkt og illavirkt. Meðan notkun getnaðarvarna var ekki almenn, hvort
sem það var vegna fáfræði, andstöðu geistlegra yfirvalda, eða hreinlega af
því þær voru ekki til, þá var eingöngu hægt að stjórna fólksfjölda með því að
stjórna kynlífi, en það átti aðeins að eiga sér stað innan hjónaþands.
Giftingin fól í sér leyfi samfélagsins til kynlífs og barneigna og slíkt leyfi
varð að vera bundið því að hjónin gætu annast börn sem þau eignuðust. Óg
hvernig átti það að gerast án þess að hjónin hefðu öruggan framfærslugrund-
völl? Oftast var ætlast til að hjón hefðu jarðnæði til umráða við giftingu og
líta má á bannið við öreigagiftingum sem tilraun til að styrkja sambandið á
milli jarðaryfirráða og giftinga. Nú var fjöldi jarða á Islandi tiltölulega
stöðugur og sveigjanleikinn í landbúnaðinum ekki jafn mikill og í frjósamari
og þéttbýlli svæðum Evrópu. Ef yfirráð yfir jarðnæði átti að vera forsenda
giftinga, þá var mjög mikilvægt að fjöldi giftinga fylgdi framboðinu á
jarðamarkaðnum. A 19. öld fjölgar fólki örar og stöðugar en vitað er um
fyrr í sögu þjóðarinnar, nema ef vera kynni við upphaf byggðar. Það er þó
frekar fjöldi fólks á giftingaraldri en heildarfjöldi landsmanna sem skiptir
máli í þessu sambandi. Ef við tökum aldurshópinn frá 25—34 ára út úr, en á
þeim aldri gengu flestir í hjónaband í fyrsta sinn, þá sést að í honum verður
sprenging einmitt á áratugnum frá 1850—1860. Arið 1850 voru Islendingar á
þessum aldri tæp 8.000 en 10 árum síðar voru þeir komnir yfir 11.500, sem
gerir fjölgun um hvorki meira né minna en 45% á 10 árum. A sama tíma
varð aðeins 13% heildarfjölgun Islendinga, en fjöldi manna í aldurshópnum
varð reyndar aldrei meiri í manntölum 19. aldar.12 Ef við göngum út frá því
að allir hafi viljað komast í hjónaband og komast yfir jarðarskika, þá hlýtur
þetta að hafa skapað gífurlega eftirspurn eftir jarðnæði. Afleiðingin varð sú
að jarðir voru bútaðar niður og margir gengu í hjónaband sem litla
möguleika höfðu á að sjá fjölskyldu sinni farborða.13 Bann við öreigagifting-
um var tilraun til að koma í veg fyrir stofnun slíkra sambanda. Þegar
erfiðara varð að ná sér í jarðnæði fækkaði giftingum sjálfkrafa og þar með
461