Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Blaðsíða 134
Tímarit Máls og menningar
Fagrskinna, en sem betur fór höfðu ver-
ið gerðar nokkrar vandaðar uppskriftir
eftir hvorri bók þegar eldurinn tók við
þeim.
Fagrskinna — Noregs konunga tal
hefur löngum goldið þess að þar er fjall-
að um sama efni og í Heimskringlu
Snorra Sturlusonar, en Fagrskinna er ör-
lítið fyrr skrifuð og stendur Heims-
kringlu langt að baki bæði að ritsnilld og
sem sagnfræðirit, enda hefur höfundur
sniðið verkinu miklum mun þrengri
stakk en Snorri sínu. Bjarni rekur helstu
einkenni verksins skilmerkilega í for-
mála sínum. Hann bendir á að „Fagr-
skinna er konunghollari en nokkur önn-
ur saga Noregskonunga“ og leiðarljós
höfundar „hefur verið aðdáun á ætt Har-
alds hárfagra." (CXXII) „Söguhöfundur
hefur — beðinn eða óbeðinn — skilið
verkefni sitt svo að hann ætti að leggja
höfuðáherslu á að lýsa persónu konung-
anna án þess að gerast um of nærgöngull
... geta lítt eða ekki þeirra hluta sem
þykja mætti til niðrunar, sleppa útúrdúr-
um fyrri rita, jafnvel skemmtilegum.
Hins vegar eru flestum merkustu orrust-
um gerð góð skil.“ (CXXIII) í ýmsu því
sem Snorra hefur verið hælt fyrir stend-
ur höfundur Fagrskinnu honum síst að
baki. A þeirri vantrúaröld, sem við höf-
um lifað nú um skeið, hefur Snorri ein-
att verið lofaður fyrir skynsemishyggju
og tregðu að trúa á jarteinir og aðra
yfirnáttúrlega viðburði. Pó held ég að
höfundur Fagrskinnu sé hér enn varkár-
ari. Fyrst er nú það að hann segir í
styttingi frá Ólafi digra Haraldssyni,
lætur nægja það sem kemst á þrjátíu
blaðsíður í þessari útgáfu og fer þó mik-
ið rúm í vísur og vísnaskýringar. Af
sjálfum Stiklarstaðabardaga segir í ör-
stuttu máli en um heilagleik Ólafs ekki
annað en þetta: „Eptir fall Óláfs kon-
ungs var lík hans flutt út til Kaupangs ok
þar jarðat, ok urðu þá þegar margar
jartegnir hvárttveggja af blóði hans og
líkami.“ Ekki gat þetta minna verið um
þjóðardýrlinginn. Það er kynlegt að
svona stuttaralega skuli fjallað um þetta
efni í riti sem mörg rök benda til að
Hákon gamli Hákonarson hafi látið
skrifa handa sjálfum sér, en bæði rakti
hann ætt sína til Ólafs eins og aðrir
Noregskonungar og sjálfsagt ekki síður
röksemdir fyrir því að guð almáttugur
hefði velþóknun á ríki þeirra frænda.
Auðvitað má hugsa sér að svo fljótt hafi
verið farið yfir sögu af því að mikið
lesmál var til um Ólaf og miklu meira en
um aðra Noregskonunga, en mikil að-
gæsla er það hjá manni, sem hlýtur að
hafa haft einhverjar klerklegar vígslur,
að segja ekki fleira af Ólafi helga. Um
þetta einkenni Fagrskinnu farast Bjarna
Einarssyni svo orð, og ekki laust við að
hann glotti við tönn: „Að öðru leyti
einkennir það þenna söguhöfund að
hann er laus við hjátrú og hindurvitni og
ekki til baga guðrækinn.“ (CXXIII)
Þótt Fagrskinna sé lengri en eldri yfir-
litsrit um sama efni hefur verkefni höf-
undar fremur verið í því fólgið að vinna
úr eldri heimildum og stytta þær en
leggja nokkuð til frá eigin brjósti. Þetta
má glöggt sjá þar sem heimildir hans eru
varðveittar í svipuðu formi og hann hef-
ur haft þær, einkum í þeim hluta verks-
ins (eftir að sögu Ólafs Haraldssonar
lýkur) þar sem stuðst er við Morkin-
skinnu, sbr. einnig meðferð hans á
Hryggjarstykki, sem hann hefur haft
fyrir sér og stytt mjög eins og sjá má
með samanburði við Morkinskinnu og
Heimskringlu sem líka hafa notað þetta
gamla verk. (Fróðlegan samanburð á
vinnubrögðum þessara tveggja höfunda
getur að líta í riti Bjarna Guðnasonar,
532