Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 134
Tímarit Máls og menningar Fagrskinna, en sem betur fór höfðu ver- ið gerðar nokkrar vandaðar uppskriftir eftir hvorri bók þegar eldurinn tók við þeim. Fagrskinna — Noregs konunga tal hefur löngum goldið þess að þar er fjall- að um sama efni og í Heimskringlu Snorra Sturlusonar, en Fagrskinna er ör- lítið fyrr skrifuð og stendur Heims- kringlu langt að baki bæði að ritsnilld og sem sagnfræðirit, enda hefur höfundur sniðið verkinu miklum mun þrengri stakk en Snorri sínu. Bjarni rekur helstu einkenni verksins skilmerkilega í for- mála sínum. Hann bendir á að „Fagr- skinna er konunghollari en nokkur önn- ur saga Noregskonunga“ og leiðarljós höfundar „hefur verið aðdáun á ætt Har- alds hárfagra." (CXXII) „Söguhöfundur hefur — beðinn eða óbeðinn — skilið verkefni sitt svo að hann ætti að leggja höfuðáherslu á að lýsa persónu konung- anna án þess að gerast um of nærgöngull ... geta lítt eða ekki þeirra hluta sem þykja mætti til niðrunar, sleppa útúrdúr- um fyrri rita, jafnvel skemmtilegum. Hins vegar eru flestum merkustu orrust- um gerð góð skil.“ (CXXIII) í ýmsu því sem Snorra hefur verið hælt fyrir stend- ur höfundur Fagrskinnu honum síst að baki. A þeirri vantrúaröld, sem við höf- um lifað nú um skeið, hefur Snorri ein- att verið lofaður fyrir skynsemishyggju og tregðu að trúa á jarteinir og aðra yfirnáttúrlega viðburði. Pó held ég að höfundur Fagrskinnu sé hér enn varkár- ari. Fyrst er nú það að hann segir í styttingi frá Ólafi digra Haraldssyni, lætur nægja það sem kemst á þrjátíu blaðsíður í þessari útgáfu og fer þó mik- ið rúm í vísur og vísnaskýringar. Af sjálfum Stiklarstaðabardaga segir í ör- stuttu máli en um heilagleik Ólafs ekki annað en þetta: „Eptir fall Óláfs kon- ungs var lík hans flutt út til Kaupangs ok þar jarðat, ok urðu þá þegar margar jartegnir hvárttveggja af blóði hans og líkami.“ Ekki gat þetta minna verið um þjóðardýrlinginn. Það er kynlegt að svona stuttaralega skuli fjallað um þetta efni í riti sem mörg rök benda til að Hákon gamli Hákonarson hafi látið skrifa handa sjálfum sér, en bæði rakti hann ætt sína til Ólafs eins og aðrir Noregskonungar og sjálfsagt ekki síður röksemdir fyrir því að guð almáttugur hefði velþóknun á ríki þeirra frænda. Auðvitað má hugsa sér að svo fljótt hafi verið farið yfir sögu af því að mikið lesmál var til um Ólaf og miklu meira en um aðra Noregskonunga, en mikil að- gæsla er það hjá manni, sem hlýtur að hafa haft einhverjar klerklegar vígslur, að segja ekki fleira af Ólafi helga. Um þetta einkenni Fagrskinnu farast Bjarna Einarssyni svo orð, og ekki laust við að hann glotti við tönn: „Að öðru leyti einkennir það þenna söguhöfund að hann er laus við hjátrú og hindurvitni og ekki til baga guðrækinn.“ (CXXIII) Þótt Fagrskinna sé lengri en eldri yfir- litsrit um sama efni hefur verkefni höf- undar fremur verið í því fólgið að vinna úr eldri heimildum og stytta þær en leggja nokkuð til frá eigin brjósti. Þetta má glöggt sjá þar sem heimildir hans eru varðveittar í svipuðu formi og hann hef- ur haft þær, einkum í þeim hluta verks- ins (eftir að sögu Ólafs Haraldssonar lýkur) þar sem stuðst er við Morkin- skinnu, sbr. einnig meðferð hans á Hryggjarstykki, sem hann hefur haft fyrir sér og stytt mjög eins og sjá má með samanburði við Morkinskinnu og Heimskringlu sem líka hafa notað þetta gamla verk. (Fróðlegan samanburð á vinnubrögðum þessara tveggja höfunda getur að líta í riti Bjarna Guðnasonar, 532
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.